Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
16.12.2007 | 13:28
Sokkar
Maðurinn hefur notað sokka síðan á fornöld en fyrstu sokkarnir voru mjög ólíkir þeim sem við notum í dag. Þá voru sokkar aðallega gerðir úr skinni eða klæði sem var vafið um fótinn og fest upp undir hné með leðurböndum. Þessir sokkar, eða skósokkar, voru fóðraðir með grasi.
Fyrsta prjónavélin var tekin í notkun á 17. öld og átti tilkoma hennar stóran þátt í þróun nútíma sokka. Fyrstu prjónavélarna prjónuðu aðeins flata sokka sem síðan þurfti að sauma saman, en um miðja 19. öld var þróuð vél sem gat prjónað í hring.
![]() |
Dýrkeypt lögsókn vegna sokkabanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2007 | 18:13
Abdul Qader al-Husseini
Þeir uxu í beiskum skugga kaktussins
og í sinnuleysi næturinnar
Þeir uxu hraðar en árin
eins og hennarunnarnir
og sólrósirnar
Þeir uxu í innyflum ófreskjunnar
eins og kyrrt auga fárviðrisins
Þeir uxu upp til brennandi reiði
á snúningsmarki sjónhringsins . . .
Höf; Abdul Qader al-Husseini barðist í frelsisstríðinu gegn Ísraelum og féll við al-Qastal.
![]() |
Tugþúsundir fagna afmæli Hamas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2007 | 23:51
Verra að ofdæma en vandæma
Anno; 1569 fyrir 438 árum segir í Alþingisdómi um Síðumúlavíg, að þeir dómarar sem vandæmi skulu viðurlögum sæta, en þeir þó harðari, sem ofdæmi.
Í bætur til sona Jóns í Norðurtungu lætur Eggert Hannesson úti fimmtíu hundruð, sem greiðast í málnytukúgildum, nautum og sauðum, smjörvum, silfri, smíðuðu og ósmíðuðu, og klæðum, skornum og óskornum.
![]() |
Dæmdur í 438 ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2007 | 10:55
Illur fengur
............illa forgengur !
Eða eins og Cato hinn gamli hefði sagt.........
![]() |
Hætt við sölu á Icelandic í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2007 | 17:11
Blakkát
Dauðinn vitjaði mín í nótt
en forðaði sér er hann sá til mín.
Helsjúkur hugur minn
hafði gefið mér miða
á fyrsta farrými til helvítis.
Sent mig í endalausa myrkvaða hugarangist
djöfullegs innrætis.
Vítislogar bíða rétt handan við hornið
á mínum saurugu grundum
sem aldrei verða slegnar framar.
Það varð ótímabær seinkun á brottför
og eftir stendur samviskan
líkt og nauðgað sjávarþorp
eftir markaðsdrifið kvótakerfi andskotans.
Vængjasláttur hamingjunnar er þagnaður.
Það er nótt í sálu minni
hryggð í hjarta
lendur hugans frostnar í hel.
Lítill fugl flýgur hratt fyrir stafni
en sveigir skyndilega undan vindi
steypir sér niður að öldutopp
líkt og honum fatist flugið
en þýtur svo snöggt upp og hverfur út í blámann.
Angan af söltu brimi og þangi
leggur fyrir vit mín.
Ég geng út götuna meðfram sjávarhömrum
og nem ekki staðar fyrr en í sólsetri eilífðarinnar.
Söngur litla fuglsins heyrist aldrei meir.
![]() |
18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.12.2007 | 13:11
Túlípani tekur við
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ókrýndur æðsti (strumpur), yfir-samráðs forstjóri og hugmyndasmiður "Túlípanakenningar" LÍÚ.
Þetta eru stór orð, en engu að síður notuð af ekki ómerkari manni en Alan Greenspan, fyrrverandi formanni bankastjórnar bandaríska Seðlabankans og einum mesta fjármálafrömuði Bandaríkjanna á síðari hluta 20. aldarinnar og til þessa dags.
Hvað var túlípanaæði 17. aldarinnar ? Það greip um sig æði í Evrópu, þegar hinn frjálsi markaður verðlagði túlípanalauk til jafns við einbýlishús.
Björgúlfur og félagar í LÍÚ verðleggja 10 tonn af kvóta (óveiddum þorski) til jafns við myndarlegt einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu eða sem nemur 10 húsum af sömu gerð í sjávarþorpi á Vestfjörðum og Bakkafirði.
![]() |
Jón Karl að hætta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2007 | 00:06
Hvað verður nú um íslenzka aflamarkskerfið illræmda ?
Öflugir flotar fiskiskipa ganga svo hart að mörgum fiskistofnum að veiðarnar hafa ekki bara áhrif á stærð stofnanna heldur einnig á það hvernig erfðafræðileg framþróun þeirra verður. Taka þarf þetta með í reikninginn við stjórn fiskveiða.
Þetta er niðurstaða sérfræðinga við norsku hafrannsóknastofnunina og háskólann í Björgvin í Noregi, sem birt er í grein í nýjasta hefti vísindaritsins Science.
Greinarhöfundar segja að margir nytjastofnar hafi þegar þróast á þennan hátt og auk norska vertíðarþorsksins nefna þeir þorskstofna við Kanada og skarkola í Norðursjó. Breytingarnar leiða til þess að meira verður af smáfiski í aflanum en áður.
Vísindamennirnir taka fram að erfðabreytingarnar verði á tiltölulega fáum árum en erfitt sé hins vegar að snúa þróuninni við.
Þeir telja nauðsynlegt að stjórna veiðum úr fiskistofnum með tilliti til erfðafræðilegrar framþróunar þeirra og benda á að tiltölulega auðvelt sé að búa til reiknilíkön sem nota megi við slíka stjórnun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 15:06
Ísland er hinn fullkomni staður
Ísland er hinn fullkomni staður, hraunbreiður, jöklar og fáránlegt risaeðlulandslag og hvalir og lundar. Þessi ummæli voru höfð eftir Jodie Foster á bandarískum fréttavefjum eftir að hún heimsótti Ísland sl, sumar ásamt börnum sínum tveimur og ferðaðist hér um. Foster er sögð hafa fallið kylliflöt fyrir landinu og kanski stelpunum líka ?
![]() |
Jodie staðfestir ástarsamband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2007 | 13:31
“Old Times”
Harold Pinter (f. 10. október 1930 í London á Englandi) er breskt leikritaskáld og leikstjóri. Hann hefur skrifað fjölda leikrita fyrir leikhús, útvarp og sjónvarp. Pinter hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2005.
![]() |
Skjöl í eigu Pinters seld á 138 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 16:23
Anno 1530
Fimmtug kona vestur í Breiðafirði ól barn, og er það sögulegast, að hún kenndi það förupilti, tólf ára gömlum, er gekk um og beiddist ölmusu.
![]() |
29 ára kona eignaðist barn með 14 ára pilti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 764896
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar