24.3.2008 | 10:24
Hættulegar aðstæður til sjósóknar við Alaska
Skipið á myndinni ber nafn þess skips sem sagt er frá í meðfylgjandi frétt.
Fjórir sjómenn fórust og eins er saknað við Alaska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 764137
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Nilli. Auk þess að vera þarna á afskaplega hættulegu svæði oft við erfiðar aðstæður svo sem ísingu, þá eru þessir krabbabátar með tankana fulla af sjó og þátarnir eru svo hlaðnir undir þessu. Þetta er svipað og ef Grétar Þyrfti að vera með kallana úti að draga upp veiðarfæri í ísingu og jafnvel haugasjó, með lestarnar fullar. Það er ekki gæfulegur veiðiskapur þessi krabbi.
En þetta hefur verið eitthvað verksmiðjuskip sem núna fórst, með svona mikið af fólki um borð...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2008 kl. 10:45
Fiskibátur fórst, 42 bjargað, hvað ætli þetta hafi verið stór fiskibátur, vantar upplýsingar um bátinn í fréttinni
Hallgrímur Óli Helgason, 24.3.2008 kl. 11:18
Þú hefur greinilega verið að horfa á Discoveri, þetta er úr þætti sem ég sá þar. Þetta eru hrikalegust aðstæður sem hægt er að hugsa sér og það hljóta að vera góð laun í boði, því þetta er ekki mönnum bjóðandi fyrir annað. Það var við tala í síðasta blaði Fiskifrétta við Íslending sem stundaði veiðar þarna.
Sigurbrandur Jakobsson, 24.3.2008 kl. 11:44
Mér virðist þetta vera skuttogari á myndinni, en svo vitum við ekki hvort það er sama skipið. en þeir hljóta að hafa verið að vinna eitthvað um borð, með svona mikið af fólki...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2008 kl. 13:48
Já Hafsteinn.
Líklega frystitogari.
Kanski Alaskaufsi sem þeir hafa verið að vinna.
Níels A. Ársælsson., 24.3.2008 kl. 13:56
Sigurbrandur, í þessum veiðum tók þátt árum saman fyrrum fegurðardrottning af Íslandi Helga Eldon, kona Gunnars Guðjónssonar skipstjóra við krabbaveiðar þarna árum saman. Helga var bæði kokkur og á dekki á skipum sem Gunnar var með og átti sum hver og ég á m.a. videotape sem tekið er um borð hjá Gunnari á veiðunum. Hann stundaði þetta reyndar með "long lining" og lagði gildrurnar á kapli. Í þáttunum á Discovery voru menn meira að nota "single potting".
En aftur að Helgu, eins og þú sást í þáttunum er þessi veiðiskapur ekki fyrir neina aukvisa og það segir talsvert um Helgu að hún skuli hafa náð að laga sig að þessum aðstæðum með sóma, fegurðardrottnig og dansmær austan af Íslandi. En hún var náttúrulega afkomandi Víkinga.
Helga dó, langt um aldur fram eftir mikinn barning við krabbamein í brisi. Blessuð sé minning hennar....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2008 kl. 14:01
Ja hérna Hafsteinn.
Ekki hafði ég hugmynd um þetta.
Get ég lesið um Helgu og Gunnar einhverstaðar ?
Níels A. Ársælsson., 24.3.2008 kl. 14:08
Því miður er ég ekki með neitt í hausnum um það Nilli, utan örfáar minningargreinar um Helgu í Mogga.....En ef einhver veit um eitthvað þá væri það vel þegnar upplýsingar.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2008 kl. 14:14
Já það væri sko vel þegið.
En það er viðtal við Kristján F. Olgeirsson skipstjóra í nýjasta hefti Fiskifrétta.
Gæti verið eitthvað þar. Hann var við krabbaveiðar í Alaska.
Níels A. Ársælsson., 24.3.2008 kl. 14:22
Hann Kristján byrjaði á þessum veiðum hjá Gunnari skipstjóra og tiltekur m.a. að Gunnar hafi hugsað eins og krabbi og sagt það nauðsynlegt til að "nálgast" hann. Ég hef kynnst Gunnari (og Helgu)dálítið frá árinu 2002 og er viss um að þetta er rétt lýsing hjá Kristjáni. Gunnar er sonur Guðjóns Illugasonar sem fór víða um heim við að þróa fiskveiðar meðal vanþróaðra, eins og frægt er og mikið til á bókum um það.
Gunnar á bræður sem eru enn þáttakendur í krabbaveiðunum þarna og búa í Seattle en þetta hefur allt verið kvótasett núna.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.3.2008 kl. 14:29
Ég hef verið talsvert á ferð þarna í Alaska og get vitnað um það að aðstæðurnar þarna eru alveg all-svakalegar. Opið haf algerlega suðureftir og ofboðslega stór og þung alda. Nærri því syðst á Aleuta eyjum er eyja sem ber nafnið Adak. Þar var ég á ferð fyrir um ári síðan og þar er rosalegasta hafalda sem ég hef nokkurntímann séð skella á land. Hefði ekki viljað vera á ferð þar fyrir utan um það leyti.
Fyrir nokkrum vikum síðan kviknaði svo í togara þarna sem að ég hef unnið mikið við, það var skelfilegt að hugsa til kunningja minna þar um borð vera að slást við eldinn. Þeir náðu að ráða niðurlögum eldsins og síðast þegar ég frétti þá var togarinn á leið frá Dutch Harbour til Seattle. Það eina sem að ég hræddist til sjós var eldur. Var sennilega of ungur til að átta mig stundum á hættunni sem við vorum oft í.
Ein ástæðan fyrir nokkuð hárri slysatíðni þarna við Alaska er vertíðarmenningin sem er þar. Það eru einungis örfáar vikur sem menn hafa til að veiða upp í ákveðna kvóta og því er sóknarharkan rosaleg.
Og aðbúnaðurinn..... á sumum skipum er hann góður en á öðrum nokkurnveginn eins og hann þekktist hér við land um 1950.
Heimir Tómasson, 24.3.2008 kl. 14:29
Og nota bene: þeir voru að vinna flatfisk, makríl og eina aðra tegund (sem ég kann ekki að nefna á íslensku). Síðan hér fyrir neðan er frá útgerðinni/kaupandanum.
http://anyo-shiogama.com/fishing_vessel/index.html#007
Heimir Tómasson, 24.3.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.