Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Af hverju þessi fjörður ?

sildvei_ar_1-5.jpg

Mynd: Gúsi.

Það þarf að ræða það af hverju safnaðist öll þessi síld fyrir í Kolgrafafirði ?

Er þetta hugsanlega ástæðan ?

Gæti verið að ástæðan fyrir sýkingu, undarlegri hegðun og dauða í síldarstofninum sé sá gengdarlausi sóðaskapur sem viðgengist hefur á síldarmiðunum sl, nokkur ár ?

Risavaxin flottrollsskip með fullvinnslu um borð hafa verið að ryðja sér til rúms með aukinni græðgisvæðingu í sjávarútvegi.

Undanfarin ár hefur síldinni verið skóflað upp í stórum stíl upp í fjöru við Grundarfjörð og víða.

Mörg skip hafa fengið mun meira magn en þau hafa ráðið við að taka um borð og oft á tíðum hefur mörg hundruð tonnum verið slept dauðum niður á veiðislóðina.

Fullvinnsluskipin eru gjörn á að liggja yfir og nálægt veiðislóð síldarinnar sólarhringum saman og smásíld, slóg, hausar og ýmis afskurður fer þá í hafið í þúsunda tonna tali.

Ekki er ósennilegt að þetta sé ástæðan fyrir ástandinu á síldarstofninum í kringum landið !

Eins vakna upp spurningar um hvers vegna síldin hefur þjappað sér á mjög svo óvenjuleg svæði inn í Grundarfirði og innan skerja við Stykkishólm.

Hvaða áhrif hafa hinir nýju öflugu fjölgeislamælar á síldartorfunar í bland við mörgþúsund hestafla vélbúnað síldarskipanna ?


mbl.is 25-30 þús. tonn af dauðri síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfavitlaus stjórn fiskveiða

sildarstulkur.jpg

Gæti verið að ástæðan fyrir sýkingu, undarlegri hegðun og dauða í síldarstofninum sé sá gengdarlausi sóðaskapur sem viðgengist hefur á síldarmiðunum sl, nokkur ár ?

Risavaxin flottrollsskip með fullvinnslu um borð hafa verið að ryðja sér til rúms með aukinni græðgisvæðingu í sjávarútvegi.

Undanfarin ár hefur síldinni verið skóflað upp í stórum stíl upp í fjöru við Grundarfjörð og víða.

Mörg skip hafa fengið mun meira magn en þau hafa ráðið við að taka um borð og oft á tíðum hefur mörg hundruð tonnum verið slept dauðum niður á veiðislóðina.

Fullvinnsluskipin eru gjörn á að liggja yfir og nálægt veiðislóð síldarinnar sólarhringum saman og smásíld, slóg, hausar og ýmis afskurður fer þá í hafið í þúsunda tonna tali.

Ekki er ósennilegt að þetta sé ástæðan fyrir ástandinu á síldarstofninum í kringum landið !

Eins vakna upp spurningar um hvers vegna síldin hefur þjappað sér á mjög svo óvenjuleg svæði inn í Grundarfirði og innan skerja við Stykkishólm.

Hvaða áhrif hafa hinir nýju öflugu fjölgeislamælar á síldartorfunar í bland við mörgþúsund hestafla vélbúnað síldarskipanna ?


mbl.is „Þetta er mjög undarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kafnaði síldin í Kolgrafarfirði

síldveiðar

"Vísindamenn" segjast ekki hafa skýringar á ástæðum þess að síld gengur á land og drepst í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi.

Menn eru ekki enn farnir að sjá það sem liggur á botni fjarðarins, en síldin er líklega að drepast úr súrefnisskorti.

Hún er að kafna. Þarna var megnið af stofninum saman komið.

Fjörðurinn er þröngur, nánast lokaður við brúna, lítil endurnýjun vatns og engin súrefnisframleiðsla frá plöntusvifi um miðjan vetur.

Síldin hefur því að öllum líkindum klárað súrefnið og drepist.

Svipaður síldardauði varð í Noregi snemma á síðustu öld eins og lesa má hér að neðan:

Í Eidfirði í Vesterålen sýndist mönnum, sem óveður væri í mynni fjarðarins.

Þarna var á ferðinni síld, sem sullaðist inn fjörðinn og fljótlega sauð fjörðurinn af síld.

Magnið var gífurlegt og menn komu með landnætur til að króa af síldina.

Stóð þar nót við nót inn allan fjörð með tugum þúsunda tonna af síld.

Allir drifu síg í að veiða og salta. Söltunarplön voru settar upp, skip komu með salt og tunnur, fóru út fulllestuð og önnur komu í staðinn.

Skipaumferðin var gífurleg og vinnslan á fullu. - En svo gerðist það.

Síldin drapst úr súrefnisskorti og steinsökk til botns. Hún lagðist í þykk lög á botninn og fljótlega fór að gerja í massanum.

Gasmyndun varð í rotnandi síldinni og hún lyfti sér eins og brauðdeig sem hefast.

Loks sprengdi gasið upp síldarkekkina, rotnandi síldin flaut upp eins og grautur og hana rak í stórum flekum um fjörðinn.

Vindur og alda skoluðu þessu á land og allar fjörur þöktust af úldinni drullu, sem bændurnir sóttu og notuðu sem áburð í mörg ár.

En úti á firðinum ríkti kyrrð. Grúturinn úr rotnandi síldinni lá á firðinum eins og olía svo þar hreyfði ekki öldu, jafnvel vetrarstormar náðu ekki að vinna á brákinni.

Fjörðurinn var lygn í mörg ár.

Smám saman varð fitan að vaxi sem rak á fjörur í stórum klumpum.

Fólk safnaði þeim saman, steypti úr þeim kerti eða seldu vaxið í sápuverksmiðjur. - Fullnýting?

Grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing.


Hafró og ástarsambandið

norskur_sildarbatur.jpg

Hafransóknarstofnun er eins og meðvirki mótleikarinn í ástarsambandi við alkahólistann. 

Fyllibyttan í sambandinu er að sjálfsögðu enginn annar en LÍÚ.

Sérfræðingar Hafró vita þetta allt og þeir vita líka hvað þarf að gera til að auka ýsu og þorskkvótann.

Ef tekin verður einföld akvörðun um að draga 70-80% úr loðnuveiðum og allar flottrollsveiðar verði stöðvaðar innan lögsögunnar þá væri hægt með góðri samvisku að bæta við ýsu og þorskvótann strax í dag um hið minnsta 100 þúsund tonn.


Jónsbók - leiguliðar

jónsbók 1-3

Jónsbók er lögbók sem tók við sem meginundirstaða íslenzks réttar af Járnsíðu árið 1281 í kjölfar þeirra breytinga sem urðu við það að Íslendingar gengu á hönd Noregskonungi með Gamla sáttmála 1262-64.

Landsleigubálkr: Kap. 6. Ef leiguliði er beittr ok hver tré hann á.

Ef fiskveiðr fylgir leigulandi eða fuglveiðr eða eggver, ok á leigumaðr þat allt, nema frá sé skilt í kaupi þeira, ok svá ef þar rekr fiska eða fugla, sela, háskerðinga ok hnísur … Nú rekr hval á fjöru þar, þá skal hann festa hval sem hann eigi, ok hafa af sex vættir, hálft hvárt spik ok rengi, ef hvalr er tvítugr eða lengri eins kyns. Þó er hann skyldr at festa at skemmri sé. En ef hann bergr verr hval en nú er tínt, þá … áyrgist (hann) skaða þann allan er eigandi fær af hans órækt.


Bara peningar og völd ?

Tuttugu fræðimenn settu sig í samband við yfirvöld í vor og buðust til að hefja rækilega rannsókn á áhrifum kvótakerfisins og áhrifum veiðanna á mannlíf og lífríki sjávar.

Þeir þættir sem fræðimennirnir tuttugu vildu og vilja rannsaka er sjálfbær nýting sjávarauðlindanna til langframa, eins og segir í bréfi þeirra til stjórnvalda, þekking á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja og samfélagslegar forsendur sjávarútvegsins.

Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, segir í bréfi fræðimannanna, hún snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt á milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda.

Veiðarnar og stjórnun þeirra er samofin íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirliggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú þekking sem er til er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega.

Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta.

Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar, segja fræðimennirnir.

Þeir sem undir bréfið til stjórnvalda rita eru úr ýmsum greinum félags- og raunvísinda, út heimspeki, mannfræði, sagnfræði, landafræði og sum þeirra rannsaka sérstaklega sjávaauðlindina og veiðarnar við erlendar fræðistofnanir beggja vegna Atlantshafsins.

Níels Einarsson sem er forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri dvelur í vetur við slíkar rannsóknir í Tromsö í Noregi.

Deilur um stjórn fiskveiða og skiptingu afraksturs af þeim og veiðigjaldið hafa risið hátt á Íslandi að undanförnu.


mbl.is Skýrari skilaboð frá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband