Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Guðmundur bóndi á Suðureyri er strokinn af landi brott með hollenzkri fiskiduggu:

suðureyri við tálknafjörð 6

Lýst eftir strokumanni frá Suðureyri við Tálknafjörð, anno-1787.

Dönsk blöð hafa birt þrívegis í þessum mánuði svolátandi auglýsingu frá Bjarna Einarssyni sýslumanni í Haga á Barðaströnd.

Til vitundar gefst hér með, að 24ða dag júnímánaðar 1786 strauk eigingiftur maður, Guðmundur Bjarnason að nafni, með launung og án passa frá bóndabænum Suðureyri í Tálknafirði í Barðastrandarsýslu á Íslandi frá konu sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur, og fimm ungum börnum þeirra. Vitað er, að hann fór af landi með hollenzkri fiskiduggu, og hefur hans ekki orðið vart síðan, þótt eftir honum hafi verið lýst, bæði á héraðsþingi og lögþinginu. Maðurinn er meðalmáta hár, vel vaxinn, rjóður í andliti, nálægt fertugu, hagur á járn og tré. Þessi lýsing birtist þrisvar sinnum í auglýsingablöðum að kröfu konu hans, sem hefur í hyggju að fá sig skylda við hann sem strokumann með dómi, ef nefndur Guðmundur Bjarnason vitjar hennar ekki.

Haga, 10. ágúst 1787. Bjarni Einarsson sýslumaður.

 


Kolkrabba rekur á land.

kolkrabbi 2.

Ferlegan kolkrabba rekur á Arnarnesvík, anno-1790.

Nú nýlega rak á Arnarnesvík við Eyjafjörð ferlíki eitt mikið, sem menn kalla kolkrabba, þótt miklu stærra sé en menn eiga að venjast um þá sjávarskepnu.  

Kolkrabba þennan rak óskaddaðan, og undrast menn bæði stærð skrokksins og lengd armanna. Armarnir eru tíu og nokkrir þeirra miklu lengri hinum. Þessir löngu armar hafa mælst meira en þrír faðmar á lengd, en skrokkurinn frá haus er hálfur fjórði faðmur. Svo gildur er bolurinn, að fullorðinn karlmaður nær naumlega utan um hann.Þykjast menn vita af lýsingum, að þetta sé skepna sömu tegundar og skrýmsli það, er rak á Þingeyrarsand árið 1669 og um getur í annálum. Fiskimenn við Eyjafjörð eru þegar farnir að sundra ferlíkinu og skera það í beitu, því að til þess hefur það reynst vel. Er því sennilegt, að innan skamms verði lítið eftir af því, því flýgur fiskisagan, og menn koma langt að til þess að afla sér góðrar beitu með litlum tilkostnaði.


Mannlýsing, anno-1794.

Skúli Magnússon...var hinn fjörugasti maður, stórbrotinn og hugaður vel til hvers sem að kom, þótti nokkuð svakafenginn á hinum fyrri árum og frekur við öl og nokkuð harðdrægur. Voru þar um sagnir margar og sumar sannar. Þótti honum gaman að því, hver sem einbeittur var í góðu eða illu. Hann var vel munaðarleysingjum og kallaður raungóður og var trúlyndur, heldur hár meðalmaður, réttvaxinn og hörundsbjartur, toginleitur og bólugrafinn mjög, varaþykkur, dökkeygður og hvasseygður, hraustur til heilsu. Ekki var hann mjög lærður maður, en skyngóður vel og djarfur og þurfti lítt fylgis annarra.


Runólfur handtekinn fyrir hórdóm.

Biskup lætur handtaka hórkarlinn Runólf, anno-1471.

RunólfurRunólfur féll til fyrra hórdæmis með Halldóru. Lá nakinn undir einum klæðum með henni í kirkjunni á Bakka.

 

Ólafur biskup á Hólum hefur enn á ný haft afskipti af kvennamálum Runólfs Höskuldssonar. Tólf presta dómur biskups á Hrafnagili í Eyjafirði 28. september sl. staðfesti þá ákvörðun biskups að láta fanga Runólf undir kirkjunnar geymslu og skriftir.

Segja þeir að Runólfur hafi rofið sína sátt og loforð við biskupinn og heilaga kirkju og ei haldið þær skriftir sem honum voru settar fyrir það hórdæmi sem hann hafði í fallið með Halldóru Þórðardóttur en gengið aftur til sömu syndar með henni eftir hennar sögn og meðkenningu. Hann lá nakinn undir einum klæðum hjá henni í kirkjunni á Bakka.


Runólfur liggur í hórdómi.

Ingibjörg skilur við mann sinn, anno-1470.

páfi

Ingibjörg Einarsdóttir kærði fyrir biskupi 7. nóvember í Mikklagarði í Skagafirði framferði bónda síns, Runólfs Höskuldssonar, og fór fram á skilnað við hann.

Hún kvað hann hafa legið í hórdómi um langan tíma og átt sex börn með öðrum konum, fimm með Halldóru Þórðardóttur og það sjötta með Þórdísi Guðmundsdóttur. Samtímis hefði hann forsmáð hana og vanrækt þannig að hún hefði enga skyldu fengið sem honum bar að veita henni, hvorki samvistir né mat og klæði fyrir sig og börn þeirra hjóna. Öll loforð um að uppfylla skyldur sínar hefði hann svikið.

Af þessum ástæðum biður Ingibjörg biskup að skilja sig frá hjónalagi við Runólf Höskuldsson og lofar Ólafi biskupi með handabandi að hún skuli halda hreinlífi svo og að hafa engan mann meðan Runólfur Höskuldsson lifir.


Menn drepa menn:

Vígaferli á Íslandi, anno-1365:

víkingar

Nokkuð hefur verið um vígaferli í landinu að undanförnu. Jón klafi vó Arnbjörn, Atli vó Jón hörð og Árni vó Erlend. Munu vegendur að líkindum fá makleg málagjöld:


Sýslumaður knésettur:

 

ósvör

Ögmundur biskup neyðir sýslumann til hlýðni, anno-1533:

Þorleifur Einarsson, sýslumaður á Knerri í Breiðavík, hefur orðið að heita Ögmundi Skálholtsbiskupi því að vera hans maður og Skálholtskirkju og "hvorum tveggja til styrks og stoðar í móti villu og vantrú og öðrum vondum verkum og ósiðum æ jafnan". Þetta var fært í kaupbréf, sem gert var, er Þorleifur sýslumaður seldi biskupi jörð. Þorleifur er bróðir séra Jóns Einarssonar í Odda.


Manntjón við Óseyri:

Prestur drukknar við ellefta mann, anno 1532.

bátar á siglingu

Presturinn í Arnarbæli, séra Hrafn, fórst við ellefta mann á skipi, sem silgdi úr Þorlákshöfn, hlaðið mjöli og skreið. Förinni var heitið að hrauni í Ölfusi, en þegar kom fyrir Óseyri, nálægt ferjustað, kom þeim til. Flugust þeir á í skipinu og steyptu því undir sér. Fórust þeir allir sem á skipinu voru.


Móðirin fimmtug en faðirinn tólf ára.

Frjósama vinnukonan í Breiðafirði og förupilturinn ungi, anno-1530:

 

móðir og barn 2

Fimmtug kona vestur í Breiðafirði ól barn, og er það sögulegast, að hún kenndi það förupilti, tólf ára gömlum, er gekk um og beiddist ölmusu.


Ofboðsgróði:

Útrásin hafin í Kaupmannahöfn, anno-1561.

 

skuta 2

Arður af brennisteinsfarmi þeim, sem Hans Nielsen færði til Kaupmannahafnar í haust, er að minnsta kosti ellefu þúsund dalir, ígildi nokkurra þúsunda kýrverða. Þá er reiknað með þrjátíu dala verði á hverri tunnu, en í raun er mun hærra verð fáanlegt fyrir brennisteininn ytra. Svo mikill brennisteinn berst nú konungi héðan frá Íslandi, að hann getur selt öðrum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband