Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Danir komnir á fullt í hvalveiðar.

danskur hrefnuveiðimaður með bráð sína

danskur hrefnuveiðimaður með bráð sína.jpg2

Hann er kampakátur danskurinn með bráð sína á hafnarkantinum í Skagen.

 

 

 


Dragnótin gefur besta hráefnið.

dragnótHæsta verðið greitt fyrir dragnótaþorskinn

Norskir fiskkaupendur greiða hæsta verðið fyrir þorsk sem veiddur er í dragnót ef marka má upplýsingar sem birtar eru á vefsíðu Fiskaren í dag. Dragnótaþorskurinn selst gegn hæsta meðalverðinu hvort heldur sem um er að ræða stærðarflokkinn 3,5-4,5 kg eða þorsk yfir 4,5 kg.

BjarmiFréttin er reyndar nokkuð misvísandi því í inngangi segir að hæst verð sé greitt fyrir línuveiddan þorsk í stærðarflokknum +4,5 kg. Í töflu, sem birt er með fréttinni, kemur hins vegar í ljós að dragnótin er það veiðarfæri sem gefur verðmætasta þorskaflann.

Ef litið er á töflurnar, þá er hæsta meðalverðið fyrir þorsk þyngri en 4,5 kg að jafnvirði 309,50 ísl. kr/kg. Lægsta meðalverðið er hins vegar fyrir togarafisk eða um 251.20 ísl. kr/kg.

Fyrir flokkinn 3,5 til 4,5 kg er dragnótaþorskurinn á um 275 ísl. kr/kg að meðaltali en lægsta verðið er fyrir þorsk úr gildrum, 234,80 ísl. kr/kg, en skammt þar fyrir ofan er togaraþorskur á 236,50 ísl. kr/kg.

Ath; frétt af skip.is í dag 14.02.2007.


Blóðlitur á sjó og fjörugróðri.

275px-Shipwrec-vernetAnnó; 1712: Furðuleg fyrirbæri.

Fyrir Reykjaströnd við Skagafjörð hefur sézt blóðlitur á sjónum allt frá landsteinum og langt á sjó fram. Í Álftafirði og Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp hefur svipað fyrirbæri sézt með ströndum fram. Sýndust þar árarnar roðnar, er þeim var dýft í sjóinn, og roði settist á þang og steina í fjörum.


Flottrollið er algjörlega skaðlaust, segir skipstjórinn á Jóni Kjartanssyni SU.

Það er ótrúlegt að verða vitni af fullyrðingum skipstjórans á Jóni Kjartanssyni þrátt fyrir marg ransakaðar og óvéfenganlegar niðurstöður um hið gagnstæða.

http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/102715

http://skip.is/frettir/2007/02/13/nr/10358/

 


Tilkynning frá ritstjóra nilli.blog.is

Vegna viðtals við Einar Odd Kristjánsson á útvarpi Sögu: http://www.morgunhaninn.is/ þann 12. febrúar sl, er ljóst að þingmaðurinn hefu snúið baki við fólkinu í sjávarbyggðum landsins. Næstu daga munu birtast á bloggsíðu minni svartar raunsögur um kvótakerfið og svo kallað eftirlitskerfi sjávarútvegsins.


Galdraákæru snúið í fyrirgefningarbón.

SHIPWRECK

Annó; 1712: Öxarárþing.

Meðal þeirra, sem riðu til Öxarárþings í þetta skipti, voru Sigfús Þorláksson á Grund í Eyjafirði og Eiríkur Jónsson á Dvergsstöðum. Eiríkur bar Sigfús þeim sökum í fyrra, að hann hefði með fjölkynngi og fordæðuskap valdið barni sínu sjúkleika. Þessu máli liktaði svo, að Eiríkur bað Sigfús fyrirgefningar á öllum hugmóði og styggðaryrðum og hét því að greiða kosnað við tvær ferðir hans suður á Þingvöll og fitja aldrei framar upp á þessu máli. Réðu lögmenn og lögréttumenn honum til þess, að hann í guðs nafni vildi sjá sér fært og í tíma snúa frá sínu vandasama háskamáli", svo að miklum og ískyggilegum málaferlum yrði aflýst.


Vængjuð sjókind á Austurlandi.

Annó; 1709:

snackor

Af Austurlandi berast þær furðufregnir, að menn þar hafi séð ókind eina hefja sig á vængjum upp úr sjónum og stefna á land. Kann enginn þessari ófreskju nafn að gefa, en eftir lýsingunni að dæma virðist þetta hafa verið einhvers konar sjódreki. Að sjálfsögðu býður mönnum ógn af þvílíkum furðuskepnum, og setur geig að mörgum, þegar um þetta og annað eins er rætt á kvöldvökum.


Barnsmóður biskupsbróður drekkt.

ub-drown-e

Annó; júlí 1709: Helgu Magnúsdóttur drekkt á Alþingi fyrir hórdóm:

Stúlku frá Þórisdal í Lóni Helgu Magnúsdóttur, var drekkt á Alþingi á dögunum fyrir þær sakir. að hún hafði alið barn í dul. Ekki var þess getið í dómsskjölum, hver átt hefði þetta barn með henni, þótt nafn barnsföðursins sé raunar á allra vörum. Það er nefnilega Þórður Þorkelsson Vídalín í Þórisdal, fyrverandi rektor í Skálholti, bróðir Jóns Skálholtsbiskups, og munu valdsmennirnir hafa kveinkað sér við að nefna nafn hans, eins og á stóð, vegna þess skyldleika og annara frændsemi við hina fremstu menn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband