Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Nótulaus viðskipti með kvóta

Tilgangurinn með að setja aflaheimildir á ókyldar kennitölur í nótulausum
skráningum er að fá aflann til baka á hálfvirði til að hlunnfara sjómenn um
umsamin laun og ríkissjóð og sveitarfélög um skatta og hafnargjöld.
mbl.is Segir ásetning um bókhaldsbrot fullsannaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáaurar í samanburði við suma

Þessi kreditreikningur er bara smá klink í samanburði við millifærslurnar sem fara í gegnum Fisskistofu í nótulausum viðskiptum. Þar á bæ hika menn ekki við að millifæra miljarða í formi viðskipta með kvóta á milli óskyldra kennitalna.
mbl.is Kreditreikningur upp á tugi milljóna fjarstæðukenndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtán skipverjar farast af togarunum Jóni Forseta

Anno; 27. febrúar 1928:

Á mánudagsnóttina 27. febr. strandaði togarinn Jón Forseti rétt hjá Stafnesvita. Er þetta einhver versti og hættulegasti strandstaður við alla suðvesturströndina. Rifið er langt frá landi og brimgarðurinn ægilegur. Eftir mikla erfiðleika björguðust tíu menn, en fimmtán fórust með skipinu.


Sogsvirkjun ákveðin

Anno; 1. júlí 1928.

Rafmagnsþörf Reykjavíkur fer stöðugt vaxandi, enda eru nýjar og stórfelldar virkjunarframkvæmdir á döfinni. Í því sambandi hafa Sogsfossar einkum verið ransakaðir. Nú hefur rafmagnsstjórn Reykjavíkur ákveðið, að láta gera endanlegar virkjunaráætlanir í Efra-Sogi og að festa kaup á vatnsréttindum þar.


Loftskeyti í togara

loftskeytatækiAnno; 14. mars 1920:

Loftskeytatæki hefur botnvörpungurinn Egill Skallagrímsson nú fengið í síðustu Englandsferð sinni.  Er Egill fyrsti botnvörpungur Íslenzkur, sem fær þann útbúnað.


Íslenzkan stjórnlagadómstól takk !

Strax eftir kosningar í vor verði hafist handa við að setja saman sérstakan dómstól sem tekur til ransóknar brot fyrrum stjórnvalda á stjórnarskrá Íslenzka lýðveldisins. Hið svo kallaða frjálsa framsal og veðsetning á aflakvótum verði látið hafa algjöran forgang. Þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á meðferð þeirra mála verði látnir sæta ábyrgð.
mbl.is Dæmdur stríðsglæpamaður vill fá Dershowitz sem lögmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestmannaeyjabær lýsir yfir stuðningi við Vestfirðinga

vestmannaeyjar 2Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti síðastliðinn fimmtudag stuðningsyfirlýsingu við Vestfirðinga og landsbyggðina. „Vestmannaeyjabær styður af heilum hug þær áherslur sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum setja fram í viðleitni til að snúa við þeirri óheillaþróun í byggða- og atvinnumálum sem átt hefur sér stað í landshlutanum. Veik byggð á Vestfjörðum veikir landsbyggðina alla og um leið landið allt. Vestmannaeyjabær lýsir sig reiðubúinn til að taka þátt í því með öðrum sveitarfélögum að snúa vörn í sókn á landsbyggðinni“, segir í ályktuninni.

Af; bb.is


 


Fæddi tvíbura á sóttarsæng

krossarAnno; Reykjavík 1918: Spánska veikin.

Í Helgudal í Mosfellssveit bjuggu hjón með 12 börnum sínum, en þau höfðu alls eignazt 14 börn. Bóndinn hét Jón Jónsson. Veikin barst þangað, og lézt bóndinn frá konu og börnum innan skamms. Húsfreyjan veiktist, svo og mörg börnin, og var heimilið ósjálfbjarga. Meðan konan lá sjúk, fæddi hún tvíbura andvana, og hafði hún þá eignazt 16 börn. Reynt var að veita heimili þessu brýnustu hjálp og fjársöfnun hafin. Þegar heimilisfaðirinn og börnin voru jörðuð, lá konan dauðveik.


Hörmuleg aðkoma

spánska veikinAnno; Reykjavík 1918: Spánska veikin.

Þegar eftirlitsmenn hjálparnefndarinnar voru á eftirlitsferðum sínum, komu þeir í eitt hús í bænum, þar sem tvö ungbörn lágu í rúmi hjá móður sinni látinni, en faðirinn lá fárveikur með óráði í öðru rúmi í herberginu. Börnin voru óvitar og gátu enga björg sér veitt og hjöluðu við lík móðurinnar og hlustuðu á óráðstal föður síns í hinu rúminu.


Sunnudagaskóladrengir

sunnudagaskóladrengirEf Baugsmenn eru sekir um alla ákæruliði þá eru þeir samt sem áður eins og sunnudagaskóladrengir á við LÍÚ liðana sem farið hafa ránshendi um öll sjávarþorp landsins á undanförnum árum og hafa þeir notið til sinna verka fullthingis Alþingis Íslendinga. Glegsta dæmið um það er einokunarstofa ríkisins Verðlagsstofa skiptaverðs sem þeir nota til að hafa miljarða á ári af launum sjómanna,  hafnarsjóðum, sveitarfélögum og ríkisjóði í formi skatta. Danska einokunarverzlunin hefur verið endurvakin en einungis skipt um nafn á henni.
mbl.is Spilling á hæsta stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband