Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Minni Vestfjarða

minni vestfjarða

Sú var tíð að sjávarþorpin á vestfjörðum voru eins og blóm í eggi. Iðandi mannlíf, menning og sagan út um allt.

Eins og segir í sögu Hrafna flóka. "smjör draup af hverju strái" eilíft vor í lofti og bjartsýnin réð ríkjum hjá hverri sálu.

Fólkið sem bjó í þorpunum byggði sér bæi, skóla, bryggjur, flugvelli og vegir voru lagðir. Útvegsbændur byggðu sér öflug skip og fiskhús af flottustu hönnun þess tíma.

Fræknustu sjómenn og fengsælustu skipstjórar við N Atlandshaf mönnuðu flota vestfirðinga sem var sá öflugasti og best búni í víðri veröld. Valinn maður í hverju rúmi.

Harðduglegir íbúar þorpana höfðu nóg að bíta og brenna og atvinnan var meiri en næg fyrir alla.

Erlendir sem íslenzkir farandverkamenn komu í þorpin til að aðstoða heimamenn við að gera verðmæti úr öllum þeim afla sem barst að landi.

Frystihús, salthús, skreiðarhús, fiskimjölsverksmiðjur og lýsisbræðslur voru í hverju þorpi sem möluðu samfélaginu og eigendum sínum gull allt árið.

Peningarnir flóðu frá útlöndum líkt og í lækjum og hagsældin í þorpunum var mikil.

Árið var 1983: Fiskifræðingar og stjórnmálamenn fundu það út að þorskstofninn við Ísland væri ofveiddur.

Þetta sama ár var komið á kvótakeffi við stjórn fiskveiða. Vestfirðingar vöruðu við slíkum bölsýnis spám og töldu að um náttúrlega niðursveiflu væri að ræða.

Vestfirðingar vöruðu við markaðsdrifnu kvótakerfi í fiskveiðum og að sjávarþorpin við Ísland gætu nánast þurkast út þar sem fiskveiðiheimildirnar færðust á hendur örfárra braskara sem gerðu sér sjómennina að þrælum og leiguliðum.

tálknfizk skólabörn og kennarar í geirþjófsfirði

Árið er 2009.

Sjávarþorpin á Vestfjörðum og víðast hvar á landinu eru eins og eyðibýli. Skipin upp höggvin, brend, sökt, eða þeim hreinlega verið stolið eins og mörg dæmin sanna.

Tilvitnun í Íslandsljóð Einars Benediktsonnar.

Þú fólk með eymd í arf !

Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,

litla þjóð, sem geldur stórra synda.

Tilvitnun lýkur.

Örfá sjávarútvegsfyrirtæki eru eftir á Vestfjörðum, nánast allur flotinn er farinn.

Stór hluti af íbúunum er flúin eða við það að flýja.

Þeir sem fara og eru farnir eru flest allir meira og minna gjaldþrota og eignarlausir.

Þeir sem eftir hokra verða að sætta sig við sjálfskipuð yfirvöld þorpanna sem haga sér flest líkt og Jóhann Bogesen stórversír á Óseyri við Axafjörð forðum daga í söguni Sölku Völku.

Það er komið meira en nóg af ofbeldi sem íslenzk stjórnvöld hafa farið fram með gegn íbúunum í sjávarþorpum vestfjarða.

Það verður aldrei sátt né friður á meðan ekki verður snúið til réttlætis og fiskveiði auðlindinni aftur skilað.


mbl.is Sjávarútvegur og landbúnaður verði efldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsbersar fyrr og nú

djúpavík 2

Hér er og mart vörukjallara og liggja sumir undir sjávarmáli og vill þar inn sjóvatn í flóðum og öðrum aftökum.

Þessir kjallarar eru í höndum einstaklínga og leigja þeir stórkaupmönnum þarna pláss undir varning.

Auk ókynstra sem eyðilögðust af íslandssíld í Svíþjóð og Noregi um þessar mundir, lágu 40.000 tunnur af djúpavíkursíld undir skemdum á opnum plássum á Ámakri og Kristjánshöfn, og var þessi vara mestöll veðsett fyrir skuldum útgerðarinnar við Íslands Bánka í Reykjavík þó svo héti að eigandi hennar væri Norðsíld & Co.

Halldór og Óskar Halldórsson síldarkaupmaður á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn vorið 1920.Verðið komst uppí 96 krónur sænskar tunnan í október árið áður. Ef þessar 40 þúsund tunnur hefðu verið seldar á meðan verð þetta bauðst, þá hefði það verið mikið búsílag á Íslandi þar sem íbúafjöldi var þá tæp hundrað þúsund manns.

Einhvernveginn tókst Bersa Hjálmarssyni í október það ár að selja svolitla tortís af djúpavíkursíld til Ameríku fyrir 125 krónur sænskar á tunnuna, og eftir það var honum ekki út að aka með þennan ameríska prís frammeftir öllum vetri.

Um tíma í nóvember tókst honum að nudda svíum uppí hundra, en hann sagði einlægt við þá ensku:  betur má ef duga skal. Þar hjakka þeir nú í sama fari þángaðtil komið er frammyfir nýár, þá sögðu svíar loksins pass. Þeir töldu síldina orðna spilta af geymslu og lækkuðu sig oní 90 krónur á tunnu; mátti af því sjá að þá blóðlángaði í síldina samt.

Einhvernveginn tókst Bersa meira að segja að hífa þá uppí 95 þegar komið var undir vor. Seinast fóru þeir hálfan eyri upp í viðbót en Bersi vildi meira. Þá sprakk blaðran.

Síldargróssérar vorir virtust vera að tefla blindskák sér til skemtunar um auðæfi Íslands. Þegar komið var framá sumar var þessari dýrmætu vöru og einhverju mesta lostæti heimsins, djúpuvíkursíldinni, ekið ónýtri burtu á stórum prömmum á kostnað eiganda, og sökt niðurí Eyrarsund.

Úr Guðsgjafaþulu.


mbl.is Alvarleg staða sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkn þjáðum

pétur

Rómverska heimsveldið var ósigrandi, enginn velktist í vafa um það.

Múrarnir umhverfis Betlehem virðast ókleifir líkt og múrar fordóma, haturs og hefndarhuga.

Ofurefli hins illa og ljóta verður oft til að menn missa móðinn, flýja af hólmi, inn í tálstigu lífsflóttans.

Glötun er möguleiki !

Múrarnir geta hækkað, vopnin orðið mikilvirkari, hlýnun andrúmsloftsins getur aukist, höfin geta gengið á land.

Og mannskepnan með allt þetta afl og auð, alla okkar þekkingu, allt okkar vald yfir kröftum náttúrunnar.

Kvótakerfið og græðgisvæðing sjávarútvegsins er að hrynja í höndum þeirra sem skópu þá ógæfu yfir íslenzka þjóð.


mbl.is Yfirmönnum Ísfélags Vestmannaeyja sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi finna þeir enga loðnu !

Fiskimenn á Breiðafirði og út af Vestfjörðum verða að gæta þess að þegja þunnu hljóði ef þeir verða varir við loðnu á miðunum.

Það er borgaraleg skylda sjómanna að segja ekki til loðnunnar vegna mikilvægi hennar fyrir lífríki hafsins og stöðu sjávarbyggðanna.


mbl.is Leita loðnu við Snæfellsnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað

Hve iðrar mörg líf eitt augnakast

sem aldrei verður tekið til baka.

 

Það getur verið að ég sjái illa

en ég sé þó í gegnum þig.

 

Oft er vit í vænum haus

oft er vitur rænulaus.


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband