Leita í fréttum mbl.is

Aukning á aflaheimildum fari til auðlindasjóðs

þorskhaus

Það er nauðsynlegt að auka kvóta í öllum tegundum nú þegar í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Öll aukning í kvótum ætti að fara inn í auðlindasjóð en ekki til núverandi handhafa.


mbl.is Vilja auka þorskaflaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

afhverju eiga þeir sem nú vinna í við fisk, útgerðarmenn, skiptstjórar, sjómenn, vélstjórar og stýrimenn að þurf að þola niðurskurð á afla til síns skips en um leið og það á að auka aflan þá eiga þeir ekkert að fá? þeir eigi enn að vera að berjast í bakka og fá ekki að njóta erfiðisins og þeirrar þrautseigju að hafa þolað að standa í fiskveiðum í gegnum þrengingar en fá aldrei að njóta góðæris?

er skoðun þín og annara kannski bygð á þeirra staðreynd að margir ykkar sem hæst gala um afnema og kvótakerfið og ókosti þess, að þið viljið fá gjafakvóta? þið viljið ekki kaupa ykkur inn í kerfið, kaupa kannski kvóta af þeim sem keyptu af ykkur.  viljið bara fá allt gefins og tekið af þeim sem vinna núna í kerfinu, af lagt vinnu, fé og allt líf sitt í þetta? 

Fannar frá Rifi, 15.3.2010 kl. 16:28

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þá held ég nú að það verði mikill grátur hjá líú.

Sveinn Elías Hansson, 15.3.2010 kl. 16:50

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

auka kvóta / veiðar sem og frekari fullvinnsla sjávarfangs hér á landi - sé þess kostur - ella komi til útflutningstolla

Jón Snæbjörnsson, 15.3.2010 kl. 16:51

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Níels. Ég tek undir með þér. Útgerðirnar eru ekki undanþegnar ábyrgð.

Aðrir atvinnuvegir og vinnandi fólk hafa þurft að svíða fyrir ólíðandi rányrkju, svik og úthýsingu frá sínu eigin landi til að geta séð sjálfum sér og sínum farborða í þessu hörmungarástandi.

Útgerðirnar koma með allskyns rök fyrir að engu megi breyta í fiskveiðum?

En hver eru rökin fyrir að hér megi arðræna alla aðra á sama tíma, og hrekja fólk á vergang og úr landi?

Og til að útgerðirnar geti talið sjálfum sér trú um að þær ráði yfir aflanum við Íslands-strendur? Það væri skárra að glíma við Breta um fiskinn en sína eigin landa? Sem telja sig eiga hér allt lifandi og dautt?

Dettur útgerðar-greifum í hug að þeir séu undanþegnir ábyrgð á ögurstundu??? Þeir þurfa ekki einu sinni að fóðra fiskinn! Þetta er frítt og elur sig upp sjálft í sjónum á meðan til er fæða! Þvílíkir vælu-greifar!!!

Trúlega!

En sumir eru eflaust heiðarlegir útgerðar-menn og það er heiðarlega fólkið sem verður að flytja til Noregs líka?

En nú þurfa útgerðarmenn að fara að svelta og missa húsnæði og splundra fjölskyldu sinni eins og aðrir í þessu landi!!! Þá vita þeir hvernig það er, og ekki veitir af smá skilning úr þeirri áttinni!!!

Vil benda fólki á vef sem heitir: þjóðareign.is. Mb.kv.Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.3.2010 kl. 18:00

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Við viljum ekkert gefins í þessu Fannar.

Við viljum fá að leigja aflaheimildir af auðlyndarsjóði á sanngjörnu verði og þurfa ekki að þola kúgun og svífvirðu frá hendi núverandi handhafa kvótans.

Það er nóg komið af skepnuskap og nauðgunum og nú verður gerð uppreisn innan fárra daga ef ekki linnir óþveraskapnum.

Allir þeir sem leigt hafa meira en 10% frá sér af úthlutuðum heimildum innan fiskveiðiársins ættu ekki að koma til GREINA þegar kemur að útdeilingu aflaheimilda úr auðlyndarsjóði.

Svo þarf að drífa í því að skella þessum skuldugustu sjávarútvegsfyrirtækjum í gjaldþrot og útdeila kvótunum þeirra á byggðirnar.

Það er viðbjóður að horfa upp á þetta helvítis lið valsandi um og rífandi kjaft eins og þeirra sé allt landið og miðin.

Níels A. Ársælsson., 15.3.2010 kl. 18:09

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

og hvað er sanngjarnt verð?

er það ekki það verð sem menn bjóða í? 

það er fleiri sem vilja gera út en er til skiptanna. þetta er takmörkuð auðlind. afhverju á að leigja frá ríkinu til þín á minna verði en gerist á markaði? afhverju á niðurgreiða til þín frá ríkinu? afhverju á að niðurgreiða aflaheimildir til þín og annara með vinnu þeir sem stunda sjómennsku í dag? 

og sjávarútvegurinn er lítið skuldugur. fyrirtæki sem fara í þrot, fara í þrot. þurfa enga hjálp til þess. ef þú ert með þetta viðhorf á þá ekki það sama að gera við heimilin í landinu? skella þeim í þrot og gefa heimili þeirra? 

og hvernig ætlaru að mæla útleigt? ég leigi kannski frá mér mikið af Steinbít og til mín mikið af Ýsu.  hvernig ætlaru að fá niðurstöðu þar? slá bara á puttana á mönnum? menn þurfa að leigja til sín og frá sér eftir því hvernig aflabrögð eru. hvernig ástandið í hafinu er og hvernig aflaskiptingin er.

og hvað með þá sem hafa þurft að leigja frá sér vegna þess að þeir voru í slipp? hefuru hugsað svo langt eða viltu bara fá endurúthlutun á kostnað annara?  á kostnað þeirra sjómanna sem hafa verið um borð í bátum sem hafa þurft að þola skerðingu og þar með hafa laun þeirra skerst en núna þegar kannski sést fram á betri tíð þá viltu taka allt sem þeir hafa unnið fyrir með því að taka á sig skerðinguna og útdeila áviningnum til þeirra sem ekki gera út? 

afhverju? ertu ekki bara á því ásamt fleiri þeim sem fúlir eru út í kvótakerfið að þið viljið helst fá gjafakvóta frá ríkinu? viljið bara fá eitthvað á kostnað annara til þess hefja aftur útgerð? 

og ef þú sem fyrverandi skipstjóri og útgerðarmaður hefur svona mikin áhuga á að fara aftur að stunda sjóinn, afhverju ertu ekki á gulldeplu og ferð síðan á makríl í sumar? afhverju varstu ekki á makríl í fyrra? þessar tegundir eru utan kvóta. frjáls veiði, sérstaklega í gulldeplunni. engin sem stoppar þig í þeim veiðum nema þú sjálfur. 

Fannar frá Rifi, 15.3.2010 kl. 20:05

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fannar.

Þetta er ágætur málflutningur hjá þér en því miður stenst ekkert af þessu skoðun nema slippurinn ef hann kæmi óvænt og varði í marga mánuði.

Öllu öðru vísa ég til föðurhúsana.

Þau skip íslenzk sem leigja sér þorskaflaheimildir í Brentshafi borga fyrir þær 35-70 krónur eftir því sem ég best veit.

Við þurfum ekkert að ræða aðra þætti í þessari doktorsritgerð þinni.

Af hverju gefum við ekki fólkinu sem stendur fyrir utan fjölskylduhjálpina og mæðrastyrksnefnd ekki bara steina í staðin fyrir brauð Fannar ?

Níels A. Ársælsson., 15.3.2010 kl. 21:50

8 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Jamm segi ég nú bara.

Ekki skjóta þér undan að svara því Nilli, hvað með þá sjómenn sem hafa vinnu núna, á að taka af þeim lífsbjörgina. Ef það verður aukið við, þá gerum við Eyjamenn skýlausa kröfu í okkar hlut. Við höfum barist fyrir því að halda okkar hlut og það hefur kostað sitt og við sættum okkur ekki við að liggja óbættir hjá garði.

 Og hverni skyldi það enda þegar Ríkið er komið með puttana beint í úthlutun aflaheimilda? Obbo bobb, fyrirgreiðslupólitík á hæsta stigi. Vilja menn lifa aftur þá tíma þegar úthlutað var skuttogurum á Íslandi eftir behag pólitíkusa? Eða þegar Addi Kitta fer að hygla sér og sínum, mér finnst maðurinn algerlega vanhæfur sem ráðgjafi Hólabiskups. Vítin eru til að varast þau.

Valmundur Valmundsson, 16.3.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband