Leita í fréttum mbl.is

Í fréttum er þetta helst:

 

 Anno - 1695:

ísbjarnaÓvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reyjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands.

Litlu eftir vertíðarlok urðu frakkneskir hvalveiðimenn að ganga af skipi sínu í ísi fyrir Reykjanesi; 8 skotskum mönnum var bjargað af ísjaka í Vestmannaeyjum, höfðu franskir víkingar rænt þá, flett klæðum og látið þá svo út á ísinn allslausa. Að vestan kom ís fyrir Látrabjarg, en norðanlands mátti ríða og renna fyrir hvern fjörð um vorkrossmessu. Ísinn gekk sumstaðar upp á land og varð að setja báta lengra upp en vandi var til. Nyrðra sást eigi út yfir ísinn af hæstu fjöllum, syðra sást út fyrir hann og kaupskipin fyrir utan, sem hvergi komust að landi, og eigi varð heldur komist til þeirra, og komust menn í mikla þröng af siglingarleysinu, því flest vantaði, er á þurfti að halda, kornvöru, járn, timbur og veiðarfæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband