Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið er ónýtt við stjórn fiskveiða:

 

Brottkast á fiski er bein afleiðing af kvótakerfinu

- segir formaður færeysku sóknardaganefndarinnar

abrahamFormaður færeysku sóknardaganefndarinnar, Óli Samró, segir að brottkast á fiski af norskum skipum fyrir um tíu milljarða ísl. króna á hverju ári, sé bein afleiðing af kvótakerfinu sem þar er notað til að stýra fiskveiðunum.

Í frétt í Sosialurin segir að norskir fiskifræðingar meti það svo að í ár verði 50 til 200 þúsund tonnum af fiski hent í sjóinn og aflaverðmætið nemi um tíu milljörðum íslenskra króna. Kjell Nedreaas hjá stofnstærðardeild norsku hafrannsóknastofnunarinnar segi í samtali við NTB að brottkastið sé svo mikið að það hafi áhrif á kvótaákvarðanir sem eftir eigi að taka.

Óli Samró segir umfjöllunina um brottkast á afla, sem var í sjónvarpsþættinum Brennpunkt á þriðjudagskvöldið, að talsmenn kvótakerfis eins og þess norska eigi erfitt með að þola spurningar sem snúast um brottkastið.

-- Þátturinn sýndi okkur að kvótakerfið virkar ekki. Það veldur því að sjómenn neyðast til að finna leiðir til þess að fá sem mest út úr þeim fisktonnum sem þeim er leyft að veiða. Sókardagakerfið er hins vegar þannig úr garði gert að allur fiskur kemur að landi, segir Samró en hann segir að Norðmenn geti ekki hugsað sér eða viðurkennt að eitthvað sé að kvótakerfinu. Í staðinn reyni þeir að leysa einstök vandamál þegar þau koma upp og sífellt sé verið að lappa upp á kerfið.

-- Það finnst engin lausn á þessu fyrr en menn ráðast að höfuðrót vandans, segir Óli Samró.

Ath; af skip.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Algerlega sammála þessu.Það er aðeins eftir eitt sem hægt er að kalla manlekt eðli í þessu kvóta kerfi,og það er græðgi.Núverandi kvótakerfi snyst bara um peninga og græðgi.kv.

Georg Eiður Arnarson, 21.2.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband