Leita í fréttum mbl.is

Grænlendingar skilja mikilvægi sanngjarnar fiskveiðilögjafar.

Auka á samkeppni í grænlenskum sjávarútvegi

kort_graenlandGrænlenska landsstjórnin mun síðar á þessu ári leggja fram drög að nýju frumvarpi um fiskveiðilöggjöf fyrir landið. Markmiðið með nýju lögunum verður að auka samkeppni í fiskveiðunum og liður í því er að hætta aðskilnaði úthafs- og strandveiða hvað varðar kvótasetningu.

Þetta kemur fram í stjórnmála- og efnahagssamþykkt landsstjórnarinnar sem lögð var fram sl. föstudag. Að sögn grænlenska útvarpsins er staðan í útgerðinni nú þannig að höfuðútgerðarflokkarnir eru tveir; úthafsveiðar stórra togara og svo strandveiðar minni skipa og báta. Útgerð úthafsveiðitogaranna byggir í aðalatriðum á markaðslegum forsendum en strandveiðarnar þykja ekki sérstaklega skilvirkar. Landsstjórnin vill að fiskveiðunum verði stjórnað sem einni heild og að allir hafi sama rétt á að bjóða í fiskveiðikvótana. Með því móti sé best tryggt að kvótarnir fari til þeirra útgerðarmanna sem standa sig best.

Tekið er fram að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar og að þessi atvinnugrein verði að færa meiri tekjur í sameiginlega sjóði en hún geri nú. Auka á tekjur með því að hækka gjöld og leigja tímabundnar veiðiheimildir. Á móti hyggst landsstjórnin skapa atvinnugreininni betri skilyrði til þess að auka tekjur sínar. Hvernig fara á að því kemur ekki fram í samþykkt landsstjórnarinnar en að sögn útvarpsins hafa menn viðrað þær hugmyndir að aflétta löndunarskyldu af útgerðunum en í dag gilda þær reglur að landa verður a.m.k. 25% af aflanum til landvinnslu á Grænlandi.

Ath; frétt af skip.is, dags 21.02.2007:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband