Leita í fréttum mbl.is

Ég er svona stór, seinni hluti. Höfundur Jón úr Vör.

Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp,

stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund.

Með meinfýsnum skilningi tekur hann ósigrum

Þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu stolti.

Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér.

 

Og loks, er þú hefur unnið allan heiminn, vaknar þú einn

morgun í ókunnri borg, þar sem áður var þorpið,

gamalmenni við gröf móður þinnar. Og segir:

Ég er svona stór.

En það svarar þér enginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband