Leita í fréttum mbl.is

Uppboð

 

Það er skrítið

hvað lítill, útskorinn snældustokkur,

sem ungur maður hefur leikið sér að,

getur lengi vakað í huga hans.

 

Þegar fyrsta, annað og þriðja

högg uppboðshaldarans

skall á blámálaðri brík hans,

var eins og lítill drengur væri barinn

fyrir það, sem hann hafði ekki gert.

 

Fóstra grét, þegar húsið okkar var selt,

og víst munum við rökkur kvöldsins áður,

Þegar við gengum á fund sýslumannsins,

eins og við tryðum ekki lengur

auglýsingum símastauranna.

 

Fátækt folk kveður eitt þorp og heilsar öðru,

hús þess og snældustokkur er boðinn upp

og slegið hæstbjóðanda,

kindur þess eru seldar á fjalli.

 

Og þegar lítill drengur spyr:

Fær lambið hennar Kollu að lifa í haust ?

veit enginn nokkurt svar.

Höfundur Jón úr Vör.

 

 


mbl.is Segir Frakka vera að missa þolinmæðina vegna innflytjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband