Leita í fréttum mbl.is

Íslandsljóð

Þú fólk með eymd í arf.

Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,

litla þjóð, sem geldur stórra synda,

reistu í verki

viljans merki,-

vilji er allt sem þarf.

Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi.

Upp með plóginn Hér er þúfa í vegi.

Bókadraumnum

breytt í vöku og starf.


Þú sonur kappakyns.

Lít ei svo með löngun yfir sæinn,

lút ei svo við gamla, fallna bæinn,

byggðu nýjan,

bjartan hlýjan,

brjóttu tóftir hins.

Líttu út og lát þér segjast, góður,

líttu út, en gleym ei vorri móður.

Níð ei landið,

brjót ei bandið,

boðorð hjarta þíns.

Höfundur; Einar Benediktsson.


mbl.is „Minn tími í sjávarútvegi er liðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Takk fyrir að hafa áhuga á málefnum Vestfjarða. Það sem er að gerast hér er málefni allrar þjóðarinnar, ekki bara okkar hérna fyrir vestan.

Við hér á svæðinu erum að spyrna við af öllum kröftum, þeir virðast ekki duga til.

Spyrnum öll við Íslensk þjóð!

Vestfirðir, 19.5.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvað er verið að gera stórmál úr litlu sem engu er eitthvað við það að athuga þótt eitt þorp á Vestfjörðum fari í rúst og nokkrir aðilar get lagt nokkur hundruð milljónir inn á sinn bankareikning.  Þetta er bara snjallir bísnesmenn og fara eftir leikreglum kvótakerfisins sem er eitt hið besta í heimi, ég las það í Morgunblaðinu og er ekki allt satt sem þar stendur.  Það er sama hvað Vestfirðingar reyna að spyrna við fótum, baráttan er töpuð og miklu heiðarlegra að viðurkenna það en standa í vonlausri baráttu sem löngu er töpuð  Útgerðarmenn eiga fiskinn í sjónum og brátt munu fáeinir aðilar eiga allt vatn á Íslandi.  Halda menn virkilega að fólk í 101 Reykjavík hafi einhverjar áhyggjur, nei aldeilis ekki því er alveg sama hvað um Vestfirði verður. 

Jakob Falur Kristinsson, 20.5.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband