Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið byggir á andvana fæddri hugmyndafræði

 
Kvótakerfið átti að skila okkur 500-550 þúsund tonna jafnstöðuafla þorsks - en er að skila 240-250 þúsund tonnum.

 

Við Kanada austanvert átti sama uppskrift að skila einni milljón tonna jafnstöðuafla eftir 1990... en þar hrundi stofninn árið 1992 eftir 14 ára tilraunastarfsemi með 20% "aflareglu".....

Allt eru þetta staðreyndir um árangur af þessari tilraunastarfsemi með þeirri andvana fæddu hugmyndafræði sem fiskveiðistjórn hérlendis byggir nú á - stefnu um að svelta smáþorsk til hlýðni við tölfræðilega tilgátu.

Í Barentshafi hrintu Rússar okinu af sér árið 2000 og þá loksins fór hafið að svara í samræmi við líffræðileg grundvallaratriði - það virðist verða að veiða töluvert mikið til að viðkomandi stofn auki afrakstur...

Reynslan gefur þetta til kynna - þetta er ekki kenning. Tilgátan sem þvinguð er upp á okkur í dag - það er kenning.... að öllum líkindum - andvana fædd kenning ef marka má reynslu...

Gagnstæð stefna - friðun við Kanada austanvert virðist hafa leitt af sér að þorskstofninn þar hrundi við þessa tilraunastarfsemi - vöxtur hrundi og stofninn féll. Þyngsti fiskurinn á miðunum við Kanada árið 1993 - var 0,84 kg - 7 ára gamall undirmálsfiskur - elsti og þyngsti þorskurinn á því svæði.

Þorskstofnar við Kanada Austanvert eru staðbundnir sér stofnar a.m.k. 9 sjálfstæðir stofnar - það var sannað með skýrslu Harold Thompson fiskifræðings árið 1943 en hann hafði merkt þorsk á svæðinu í 10 ár 1930-1940 og gaf skýrslu sína um staðbundna þorskstofna þarna árið 1943.

Á Íslandi virðast einnig margir og staðbundnir undirstofnar í þorskstofninum - svo áleitin spurning er hvernig á beita "20% aflareglu" á marga undirstofna - af handahófi - út í loftið.

Faglegar forsendur fyrir ríkjandi fiskveiðistjórn virðast flestar fengnar með ágiskunum og tilgátum út í loftið. Hvernig getur svona lagað endað - nema illa -

þegar grunn forsendan sjálf virðist andvana fædd hugmyndafræði sem sveltir smáfisk og þorskstofninn virðist vera að úrkynjast smá saman - ef grannt er skoðað?


mbl.is Búist var við meiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ráðgjöf Hafró fyrir þorskafla hefur farið niður fyrir 150 þúsund tonn og það nokkrum sinnum ef rétt er munað.
Og á þeim tíma þegar JAFNSTÖÐUAFLINN átti að vera orðinn 500 þúsund tonn.
Fróðlegt væri að fá sjávarlíffræðinga til að úrskýra það fyrir okkur hvernig lífríki getur boðið til jafnstöðu.

Árni Gunnarsson, 12.6.2016 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband