Leita í fréttum mbl.is

Sjómannsbragur

Út við lunningu lífsins

stendur maður og tekur í blökkina

brostnum vonum.

Í porti hamingjunnar uppá

Grettisgötu hálf tólf stendur hálfopin öskutunna

og grætur ferköntuðum tárum

útí sporöskjulagaða hríðina.

 

Og á meðan þrístrendar mellur

ganga um öngstræti lífsins

þá dansa dauðadrukknir lögregluþjónar

trylltann dans við truflaða stöðumæla.

 

Þá felur rópurinn sig

afturá klósetti og glottir

þegar pokinn stígur

fráleystur úr djúpum hafsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er mannsbragur á þessum kveðskap....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.6.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Hafdís

 Svona til gamans

Heill sé þér, þorskur, vor bjargvættur besti,
blessaða vera, sem gefur þitt líf
til þess að verja oss bjargræðis bresti,
bágstaddra líknarinn, sverð vort og hlíf.

Heyrðu vort þakklæti, heiðraði fiskur,
hertur og saltaður, úldinn og nýr!
Fyrir þinn verðleika fyllist vor diskur,
frelsi og þjóðmengun til vor þú snýr,

því ef þú létir ei lánast þinn blíða
líkam við strendurnar, hringinn í kring,
horaðir, svangir vér hlytum að stríða
og hefðum ei ráð til að ala vort þing.

Þú ert oss einlægust þjóðfrelsishetja,
þú ert sem dreginn úr almennings sál.
Mynd þín og fyrirmynd fögur oss hvetja,
föðurlandsástinni hleypa í bál.

                                                                              Hannes Hafstein
                                                                                       1861-1922

 

Hafdís, 23.6.2007 kl. 21:49

3 identicon

Já það er aldeilis :)

Ragga (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk fyrir þetta Hafdís. En hver ert þú álfamær ?

Níels A. Ársælsson., 23.6.2007 kl. 22:15

5 Smámynd: Hafdís

Frá selfossi...

Hafdís, 23.6.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Hafdís

já, tengdadóttir þín

Hafdís, 24.6.2007 kl. 01:44

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ha,ha,....nú varstu mátaður...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.6.2007 kl. 11:31

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hafsteinn ! Kallast þetta ekki mannaskítsmát ? OMG !

Níels A. Ársælsson., 24.6.2007 kl. 21:00

9 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fyrirgefðu Hafdís mín.

Níels A. Ársælsson., 24.6.2007 kl. 21:20

10 Smámynd: Hafdís

Ekkert að fyrirgefa!

Hafdís, 24.6.2007 kl. 22:38

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ha,ha,ha, ja ef þetta er ekki "mannaskítsmát" þá er það ekki til...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.6.2007 kl. 00:04

12 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hafsteinn. Hún snýtti mér algjörlega sú stutta af norðan.

Níels A. Ársælsson., 25.6.2007 kl. 00:59

13 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Heldur betur, en þú sprettur upp eins og fjöður trúi ég...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.6.2007 kl. 08:57

14 Smámynd: Hafdís

þið eruð ágætir

Hafdís, 25.6.2007 kl. 11:57

15 Smámynd: Hafdís

þið eruð ágætir

Hafdís, 25.6.2007 kl. 12:00

16 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Sæll Nilli

þessi kveðskapur minnir mig á kvæði eftir góð kunningja minn frá Akureyri Stefán Þór Elíson

Út við lunningu lífsins                                         

stendur maður

og hífir í blökk hinna brostnuvona

en í hálýstum sölum hótel borgar

hokra flottræflar framtíðarinnar

og drekka vísitölu drykki

og bíta með gulltönnum í heimskringluna

á meðan hólminn sekkur í skuldafen ríkisbubba og bílífisseggja

þrælar kúgaður verkalíður fyrir salti í grautinn og tilveru sem er ekki  til.

en launin eru

lamaðir leggir og brotið bak

og loforð um bættan ellistyrk

en ekkert gengur nema aftur á bak

því samstaðan er ekki virk.

Setfán Þór (Lollinn)

Haraldur G Magnússon, 26.6.2007 kl. 16:12

17 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Haraldur og takk fyrir þetta frásbæra kvæði. Veistu, ég fékk "Sjómannsbraginn" sendan í tölvupósti frá félaga mínum á Bíldudal og hef ekki hugmynd um hver samdi kvæðið.

En kvæðið hans Stefáns Þórs sem þú sendir hérna er alveg frábært.

Níels A. Ársælsson., 26.6.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband