Leita í fréttum mbl.is

Við leiði Gísla Konráðssonar

Leiði Gísla Konráðssonar

Ég brá mér út í Flatey í dag og fór að leiði Gísla ens fróða Konráðssonar skálds og sagnamanns.(f. 18. júní 1787, d. 1877). Af því tilefni tók ég meðfylgjandi mynd. Tveir af sonum mínum, frá vinstri, Styrmir 12 ára og Guðmundur 14 ára voru með í för, en þeir eru afkomendur Gísla í móðurætt.

Gísli Konráðsson fæddist árið 1787 á Völlum í Vallhólmi í Skagafirði. Hann bjó lengstum á Húsabakka í Vallhólmi, en fluttist til Breiðafjarðar árið 1850 eftir lát fyrri konu sinnar. Hann lést í Flatey 1877.

Gísli er einn afkastamesti alþýðufræðimaður á Íslandi fyrr og síðar og er Húnvetninga saga aðeins eitt af fjölda verka sem eftir hann liggja.

Af öðrum verkum hans má nefna Strandamanna sögu, Skagstrendinga sögu og Skagamanna, Barðstrendinga sögu, Söguna af Natani Ketilssyni, auk fjölda annarra sagnaþátta og frásagna. Einnig var hann afkastamikið ljóðskáld

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís

Góð mynd af bræðrumum!

Hafdís, 25.6.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

hæ vinur takk fyrir síðast, það var frábær dagur.  Þú ert alltaf jafn mikill hafsjór af fróðleik, betur væri að fleiri tileinkuðu sér það. Strákarnir alltaf jafn sætir.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 12:20

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Takk Hafdís, þeir eru hver öðrum myndalegri eins og þú veist.

Takk Heiða mín og sömuleiðis, dagurinn var yndislegur. Já og velkomin heim bæði frá útlandinu.

Íslenzkur fróðleikur er ekki vigtaður í þorskígildum og verðlagður í kauphöllum hálfvitana og er því einskins metin.

Þannig mun það verða þar til þjóðin kemst að því dýr keyptu á hverju við lifum.

Níels A. Ársælsson., 25.6.2007 kl. 14:50

4 Smámynd: Hafdís

Já mikið rétt, Nilli :)

Hafdís, 25.6.2007 kl. 16:58

5 identicon

Heill og sæll, Níels og skrifararnir aðrir !

Þakka þér góða samantekt. Gísli Konráðsson hefir ei hlotið þá umfjöllun, hverja hann á skilið. Einhver merkasti fræðimaður, á 19. öldinni; hér á Íslandi. En...... það er með hann, blessaðan eins og svo marga aðra góða syni okkar þjóðar; fellur í þagnargildi góður orðstír; sökum sjálfshyggju og dekurs, við hið efnislega skrum og fordild, margvíslega.

Með beztu kveðjum, vestur / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 17:58

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Rétt hjá þér Óskar. Þeir meira að segja glundruðu niður mikið af handritum Gísla, eyjamenn þrátt fyrir að hafa undirritað sáttmála um hið gagnstæða.

Níels A. Ársælsson., 25.6.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband