Leita í fréttum mbl.is

„Sagan mun sýkna mig”

cavez og castro

Ţjóđhátíđardagur Kúbu er 26. júlí.  Ţann dag 1953 gerđi Kastró og félagar hans árás á Moncadavirkiđ, sem mistókst.  Hann var fangelsađur, ákćrđur og dćmdur.  Kastró var nýútskrifađur lögfrćđingur og varđi sig sjálfur fyrir rétti. 

Í varnarrćđu hans kom fram setningin:  „Sagan mun sýkna mig”.  Hún varđ hluti af stefnuyfirlýsingu kúbversku byltingarinnar og ákćruskjals gegn valdhöfunum og bandarískrar heimsveldisstefnu. 

Skjaliđ byggir ekki á marx-lenínisma, heldur á ţjóđernishyggju í anda Bólivars, Cespedes og José Marti.  Kastró var síđan látinn laus 1955 og flýđi til Mexíkó, ţar sem hann hitti Ernesto Che Guevara og undirbjó nýja uppreisn gegn Batista.

Granmalandgangan í desember 1955 og hlutverk Che Guevara:  Af 81 skipverjum komust 15 lifandi upp í Sierra Maestrafjöllin.  Ţađan stýrđu Kastróbrćđur og Che uppreisninni, sem leiddi til sigurs á 3 árum.  Che stýrđi lokasókninni í Santa Clara, ţađan sem Batista flúđi land 1. janúar 1959. 

Landgöngudagurinn, 2. des., er haldinn hátíđlegur á Byltingartorginu í Havana (hersýning og hátíđarhöld) og annars stađar í landinu.


mbl.is Kastró ađ láta af völdum?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband