Leita í fréttum mbl.is

ÍSLANDSLJÓÐ 6

En, - gáfum gædda þjóð !

Gleymdu ei, hver svefni þeim þig svæfði,

sérhvert lífsmark Ísland deyddi og kæfði,

hungurs ár þín

tjón þitt, tár þín

tíndi í maura sjóð.

Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir.

Skildu, hver í bönd þig hneppti og hneppir.

Engu að gleyma

í Höfn né heima. –

Heil, mín ættarslóð.

Höfundur; Einar Benediktsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband