Leita í fréttum mbl.is

Efnahagslegar sjálfsmorðshugleiðingar

Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands.......

og einn af aðal höfundum kvótakerfisins segir í viðtali við Fréttablaðið 13.01.2008, að sérfræðingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum.

"Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu. Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum.

Arnbjörg Sveinsdóttir formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.......

segir ekki hægt að hafa óheftan aðgang að miðunum. Þetta snúist um það að hafa sem hagkvæmasta nýtingu á auðlindinni

"og auðvitað byggist þetta upp á því að þeir sem hafa til þess þekkingu og getu eru að nýta hana og skila sem mestum arði af því inn í þjóðarbúið"

Spurningar til Ragnars, Arnbjargar og Glitnis-banka:

1. Ragnar; Á íslenzka kvótakerfið þátt í hruni fjármálafyrirtækja í dag eða er það hrun fjármálafyrirtækjanna og mislukkuð útrás spákaupmanna sem er aðal orsökin fyrir gjaldþroti fjármálafyrirtækja á Íslandi  xls ?

2. Ragnar; Átti efnahagskerfi íslendinga og þar með talin útrásin (sáluga) að standa á stöplum yfirveðsettra aflaheimilda (sjá Exel; 100% verðmat 01.01.2008, samtalls kr, 112 milljarðar) (skuldir íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja og tengdra félaga eru líklega um 500 milljarðar í dag) ?

3. Ragnar; Fyrst svona er komð með fjármálafyrirtækin og flest sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, er þá kvótakerfið í reynd ekki gjörsamlega gjaldþrota ?

4. Arnbjörg;

a) Er það hagkvæm nýting á fiskveiðiauðlindinni að kasta 30% af öllum fiski fyrir borð og svindla á löggiltum hafnarvogum á tegundum og magni sem vegið er (framhjálödun og tegundasvindl) ?

b) Hverjir eru hæfastir og hafa mestu þekkingu á veiðum ? Hverjir sem stundað hafa veiðar og vinnslu hafa skilað mestum arði inn í þjóðarbúið ?

4. Spurning til Glitnis-banka; Hvað varð um sjóði "Fiskveiðasjóðs Íslands" og hvar eru þeir peningar niður komnir ?

 

 


mbl.is Glitnir hættur við skuldabréfaútboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður gaman að sjá svörin við þessu...

Hallgrímur Guðmundsson, 17.1.2008 kl. 09:04

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já það væri gaman að sjá  svör við þessu Hallgrímur.  En þau svör koma örugglega ekki. 

Þórir Kjartansson, 17.1.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki mikið um svör Nilli, ekki á þessum vettvangi allavega. Þau senda þér þetta náttúrulega í pósti. Á bréfsefni alþingis, sum hver allavega?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég sé reyndar að "úrþvætti" þetta sem þú kallar svo er mjög upptekinn, á stöðugum fundum með sjávarútvegsnefnd og þessum helstu máttarstólpum kvótakerfisins og þar stendur trúlega útúr honum vaðallinn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 12:13

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nei strákar það verða engin svör fyrr en þeir verða dregnir fyrir dómstól Sameinuðu þjóðana vagna grófra mannréttindabrota.

Níels A. Ársælsson., 18.1.2008 kl. 19:57

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessir andsk. aular verða aldrei dregnir fyrir neinn dóm...ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR...? Aldeilis fráleitt að nokkur maður hafi fyrir því. RAGNAR þessi er álíka ólíklegur, hann á ekki einu sinni mannorð til að hirða af honum. Glitnir fær kúluna kennda "the hard way" þegar ruglið hrynur og veðin með. Þegar ekki verður hægt að halda uppi verðinu á ruglinu með handafli....er þetta ekki málið...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 20:12

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég held þetta sé alveg rétt hjá þér Hafsteinn og þessi Ragnar reykás hefur sjálfur séð um að rita sína eigin grafskrift blessaður karlinn.

Níels A. Ársælsson., 19.1.2008 kl. 01:15

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Einmitt rétt hjá þér tinnsl.

Níels A. Ársælsson., 19.1.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband