Leita í fréttum mbl.is

Sjálfskaparvíti - listin að búa til eigið fé

1992: Dæmisaga frá Færeyjum.

Aflaskipstjórinn gekk á fund flokksbróður síns og góðvinar, Atla Dam, sem samdi fyrir hönd landsstjórnar og bað um leyfi til að kaupa umræddan togara.

Skipstjórinn og félagar hans urðu að reiða fram 80 milljónir í eigin fé en það áttu þeir ekki til.

Fjárins var að endingu aflað þannig að verktakar og skipasmíðastöð lánuðu þeim féð í tvo daga. Það var lagt inn á reikning í tveimur viðskiptabönkum og bankarnir lögðu síðan fram vottorð um að útgerðin ætti þessa peninga inni á bók.

Á grundvelli þessara vottorða veitti landsstjórnin veð og á grundvelli veðsins veittu danskir bankar og Skipalánasjóður Dana ýmiss konar lán og fyrirgreiðslu.

2007: Dæmisaga frá Íslandi.

Íslenzkir útgerðarmenn og (braskarar) fóru á fund viðskiptabankanna og óskuðu eftir fyrirgreiðslu til kaupa á aflaheimildum (kvóta). Bankarnir höfðu sett sér útlánareglur varðandi lán til kaupa á aflaheimildum. Viðkomandi útgerð sem hugði á kvótakaup varð að eiga 40% eigið fé.

Eigið fé búið til:

Dæmi: Markaðsverð á þorskkvóta kr, 1.000,00.- pr kg.

1. Reikningur gefin út á milli seljanda og kaupanda upp á kr, 1.400,00.- pr kg.

2. Bankinn lánaði kr, 1.000,00.- í kvótakaup pr kg.

3. Seljandi gaf út kredit reikning til kaupanda upp á kr, 400,00.- pr kg.

4. Útlánareglum bankans var fullnægt með reglunni um 40% eigið fé kaupanda.

5. FISKISTOFA BLESSAÐI GJÖRNINGINN MEÐ VELÞÓKNUN.

ATH: Þessi listgrein fjármálastofnanna og kvótabraskara var í hávegum höfð þar til verð á þorskkvóta hafði náð hæstu hæðum sem endaði í kr, 4.400,00.- pr kg, þar til skyndilega að banka kreppan skall á í oktober sl.


mbl.is Lækkun á norrænum mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Stórkostlegt umhverfi Nilli...alveg meiriháttar...og virkar flott meðan allt var talað upp endalaust og eignin stækkaði stöðugt við það, en það vandast málið þegar bullið er bæði að lækka og dregið úr úthlutuðum kvóta, þá er hætt við að það verði einhversstaðar, að minnsta kosti smá vindverkir, er það ekki???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.1.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður ljóti hvellurinn þegar spilaborgin hrinur endanlega. Erum við ekki að framkvæma nákvæmlega sömu hlutina og Færeyingar gerðu fyrir stóra gjaldþrotið?

Hallgrímur Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég fæ ekki betur séð en að allt stefni á sama hjá okkur og þegar Færeyjar hrundu.

Níels A. Ársælsson., 23.1.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband