Leita í fréttum mbl.is

Sjávarútvegsráðherra endanlega búinn að tapa glórunni ?

Sjá þessar tilvitnanir í viðtal við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra á skip.is, í dag 02.05.2008.

“Ég get ekki séð að álit mannréttindanefndar SÞ kalli á róttækar lagabreytingar. Ég útiloka þó ekki að einhverjar breytingar kunni að vera nauðsynlegar vegna þess,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í ítarlegu opnuviðtali í Fiskifréttum í dag.

Í sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að svari Íslands við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið samræmist ekki mannréttindasáttmála SÞ. Einar segir að við verðum að hafa það í huga að hér séu gríðarlegir efnahaglegir hagsmunir í húfi.

“Sjávarútvegur er veigamesta atvinnugrein okkar og til að þar náist árangur þarf greinin að búa við eins mikinn stöðugleika og kostur er. Ég legg áherslu á að allar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eiga að vera þróun en ekki kollsteypur.“

Einar segist reyndar hafa miklar efnislegar athugasemdir við niðurstöður nefndarinnar og hann telur að þar hafi verið skautað yfir flókið mál. “Einhverra hluta vegna áttaði meirihluti nefndarinnar sig ekki á því að miklar aflamarkstilfærslur hafa orðið frá því að aflamarkskerfið var leitt í lög 1983,“ segir Einar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já einmitt Henry, ég hef rekið mig illilega á það.

En finnst fólki ekki furðulegt að ráðherran setjist í dómarasæti og dæmi álit Mannréttindanefndar með sínu nefi.

Hann hefur greinilega ekki fattað að það er verið að dæma hann í þessu máli en ekki öfugt.

Þvílíkur rugludallur !

Þeir eru að biðja um stríð greinilega þessir menn og eftir öllum sólarmerkjum að dæma er það Mannréttindanefnd LÍÚ sem segir ráðherranum fyrir í þessu máli sem og öðrum.

Níels A. Ársælsson., 2.5.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Einar fetar í ákveðin fótspor með þessum orðum hér "Einar segir að við verðum að hafa það í huga að hér séu gríðarlegir efnahaglegir hagsmunir í húfi"

Þau fótspor sem hann fetar þarna eru fótspor herforingjastjórnarinnar í Chile á sínum tíma. Rökin fyrir þeirra mannréttindabrotum voru akkúrat á þessa leið. Það vita allir hvar þeir eru í dag, eða er það ekki? 

Hallgrímur Guðmundsson, 2.5.2008 kl. 18:08

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Halli.

Ráðherrann herngir sig stöðugt á álit minnihluta nefndarinnar og tönglast á því að skautað hafi verið yfir rök ríkisins.

Hann virðist ekki átta sig á því maðurinn að það sem meirihlutinn er að reina að segja honum að mannréttuindi eru brotin og kerfið mismunar fólki og er ósanngjarnt.

Ömurlegt að horfa upp á ráðherra í ríkistjórn Íslenzka lýðveldisins sem kennir sig við lýðræði, mannréttindi og jöfnuð fara með slíkan heimskulegan og bölvaðann þvætting.

Ég er ekkert búinn að gleyma því að ég kaus hann á þing í minnst þrjú skipti fyrir þá einu ástæðu að hann var manna harðastur ásamt Einari Oddi að vera á móti kvótakerfinu.

Níels A. Ársælsson., 2.5.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú ert nú sennilega ekki einn um það Níels, að hafa kosið larfinn fyrir falska afstöðu til kvótakerfisins. En það gerir það sjálfsagt ekki léttbærara...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.5.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég er orðlaus....

Aðalheiður Ámundadóttir, 2.5.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er greinilegt á þessu viðtali við Einar K. Guðfinnsson sem birtist á fréttaveitu LÍÚ, skip.is, að ráðherran er forritaður af Mannréttindanefnd LÍÚ.

Níels A. Ársælsson., 3.5.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband