Leita í fréttum mbl.is

Fræða - Gísli iðrast

Hin kunni Fræða-Gísli, lét ekki segjast við þá bannfæringu sem hann hlaut í hitteðfyrra, var dreginn fyrir prestastefnu á alþingi fyrir stuttu.

Hákon Hannesson sýslumaður Rangæinga flutti Fræða-Gísla nauðugan til Öxarár til hann mætti þar svara til saka. Þegar Gísli stóð fyrir framan prestanna, þá féll hann á kné og iðraðist gjörða sinna sáran.

Gísli mælti: "Ég bið guð og menn að fyrirgefa mér." Kenni og helgidómurinn réð sér vart fyrir kæti yfir iðrun þessa þverbrotna syndara og var Gísla skipað að standa aflausn og leysast úr banni í dómkirkjunni í Skálholti í sumar.

Frægt varð þegar Fræða-Gísli, bóndi á Rauðalæk, var bannfærður á sínum tíma fyrir þær sakir að hafa neitað að ganga til altaris í nærfellt tuttugu ár. Enginn maður hafði þá verið bannfærður hér á landi vel á annað hundrað ár.

Var þessari nýlunda miðlungi vel rómuð af almenningi, en þykir nú eftir iðrun Gísla hafa haft frábær og tilætluð áhrif.

Anno 1723.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband