Leita í fréttum mbl.is

Stofnun Eimskipafélags Íslands 1914

eimskipafélag íslands

Laugardaginn 17. janúar 1914, var stofnfundur Eimskipafélags Íslands settur í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Hafði bráðabirgðastjórn undirbúið allt sem vandlegast og gengið frá frumvarpi til laga fyrir félagið.

Stofnfundurinn varð mönnum að óvörum svo fjölmennur, að flytja varð fundarstaðinn úr Iðnó í Fríkirkjuna. Fundurinn samþykkti einróma svofelda tillögu: Ákveðið er að stofna hlutafélag, er nefnist Eimskipafélag Íslands.

Á framhaldsfundi, sem haldinn var í Fríkirkjunni 22. janúar sama ár, voru lög samþykkt fyrir hið nýja félag og stjórn þess kosin.

Þessir hlutu kosningu af hluthöfunum á Íslandi: Sveinn Björnsson, Ólafur Johnson, Eggert Claessen, Garðar Gíslason, Jón Björnsson.

Þessir hlutu kosningu af hluthöfum meðal Vestur-Íslendinga: Jón Gunnarsson, Halldór Daníelsson. Jón Björnsson kaupmaður vék skömmu síðar úr sæti í stjórn félagsins fyrir Olgeiri Friðgeirssyni, sem var tilnefndur af landstjórninni, eftir að landsjóður hafði gerst hluthafi í félaginu.

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Félagsstjórninni veitist heimild til að láta byggja tvö skip til millilandaferða.

Svohljóðandi tillaga var einnig samþykkt: Félagsstjórninni veitist heimild til þess að láta byggja eða kaupa tvö strandferðaskip, ef þeir samningar verða, að landssjóður gerist hluthafi í félaginu með 400 þús. kr.

Þann 6. febrúar sama ár, skipti hin nýkjörna stjórn Eimskipafélags Íslands með sér verkum: Formaður var Sveinn Björnsson, varaformaður Halldór Daníelsson, ritari Ólafur Johnson og gjaldkeri Eggert Claessen. Framkvæmdastjóri félagsins var ráðinn Emil Nielsen, áður skipstjóri á Sterling.


mbl.is Eimskip flaggar íslenska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 rsk.is

Nafn:

 Hlutafélagið Eimskipafélag Ísl
 Kennitala: 660288-1049Skoða í fyrirtækjaskrá
 

Fyrirspurn var gerð þann 16.10.2008 kl. 10:54:27  

 Rek.ár

Nafn

Skiladagsetning

Nr. ársreiknings

2007Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands9. apríl 2008 2007.195711  SR
2006Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands12. febrúar 2008 2006.193243  
2005Avion Group hf14. febrúar 2007 2005.169449  
2004Avion Group hf2. febrúar 2006 2004.147210  SR
2003Avion Group hf1. nóvember 2004 2003.012373  
2002Flugfélagið Atlanta hf 17. nóvember 2003 81.1451  
2001Flugfélagið Atlanta hf 21. nóvember 2002 71.0286  
2000Flugfélagið Atlanta hf 23. nóvember 2001 60.7318  
1999Flugfélagið Atlanta ehf 27. nóvember 2000 50.7634  
1998Flugfélagið Atlanta ehf22. desember 1999 40.8390  
1997Flugfélagið Atlanta ehf9. desember 1998 30.6217  
1996Flugfélagið Atlanta ehf16. október 1997 20.4895  
1995Flugfélagið Atlanta hf16. október 1997 10.5366  

SR: Samstæðureikningur

Prenta

 Loka glugga

Eins og glögglega má sjá úr ársreikningaskrársögu Eimskipafélagsins að hér er ekki um upprunalega félagið að ræða. Eimskip er eins og sjá má originelt Flugfélagið Atlanta.  Björgólfur náði fram hefndum sínum og lagði niður óvin sinn frá því Hafskip eldaði grátt silfur við það. Hafskipð átti sem kunnugt er ekki nema 20% upp í lröfur þrotabúsins þó svo að Björgólfur vilju endurskrifa söguna núna með öðrum tölum.

Hræið af gamla félaginu geymir Björgúlfur í skúffu sinni ónotað.  Atlanta/Avion group sá sér hag í því vegna erlendra viðskipta og gamallar viðskiptavildar að taka upp nafnið Eimskip.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.10.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki öfundsvert það góða fólk sem er að berjast við að reka leifarnar af "óskabarninu" núna. Innflutningur hruninn og skipin væntanlega hálftóm til landsins. Það verður erfitt að reka þessi óskabörn, hvað sem þau heita, á útflutningi áls og fiskjar eingöngu?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband