Leita í fréttum mbl.is

Rostungar

Áður fyrr voru rostungar mikið veiddir af svokölluðum iðnvæddum ríkjum norðurhjarans og fór þeim þá mjög fækkandi.

Bann var sett á veiðar í atvinnuskyni árið 1972 og hafa rostungar verið friðaðir síðan en veiðar eru einungis leifðar meðal frumbyggja norðurheimskautsins, í Alaska, Grænlandi, Kanada og Rússlandi.

blái liturinn útbreiðsla rostunga

Á þessu 37 ára tímabili sem rostungar hafa verið friðaðir að mestu hafa stofnarnir rétt verulega úr kútnum.

Inúkar nýta hverja örðu af dýrinu. Flesta mjúka vefi nýta þeir til matargerðar og úr beinum búa þeir meðal annars til skrautmuni.

rostungar

Hinar geysilega stóru skögultennur sem Vesturlandabúar kölluðu áður fyrr fílabein norðursins eru einnig notaðar til að gera skrautmuni.

Tvær skepnur veiða sér rostunga til matar, það eru ísbirnir og háhyrningar.

Nú er stofnstærðin 200-250 þúsund dýr.


mbl.is Rostungaveiðar í gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband