Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

ÍSLANDSLJÓÐ 3

Þú býr við lagarband, -

bjargarlaus við frægu fiskisviðin,

fangasmár, þótt komist verði á miðin,

en gefur eigi

á góðum degi,

gjálpi sær við land.

Vissirðu, hvað frakkinn fékk til hlutar ?

Fleytan er of smá, sá guli er utar.

Hve skal lengi

dorga, drengir,

dáðlaus upp við sand ?

 

Höf; Einar Benediktsson.

 


LÍÚ aðferðafræðin

Þessi aðferð hefur lengi verið notuð á Íslandi við verðmyndun á kvóta. Stórtækastir hafa verið félagar í klúbbi LÍÚ. Aðferð þessi hefur gagnast vel við að eyðileggja sjávarþorp allt í kringum landið eins og dæmin sanna á Vestfjörðum.

Svo grobba menn sig af snildinni yfir því að hafa platað íslenzku bankana til að samþykkja reikning á einu tonni af óveiddum þorskkvóta til jafns við verð á einbýlishúsi í sjávarþorpi.

Öllu alvarlega er að opinber stofnun eins og Fiskistofa tekur fullan þátt í sukkinu með því að færa kvótann á milli aðila í nótulausum viðskiptum.


mbl.is Einn fjárfestir á bak við olíuverðshækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tartalettur með afgangnum af hangikjötinu

Ég mæli með að bjútýið Kima Kardashian og auðvitað allir sem eiga afgang af jóla hangikjötinu prófi þessa frábæru uppskrift af tartalettum. Ég er viss um að Kima litla lætur sér ekki detta í huga að smakka djúpsteikta kremkexið aftur ef hún bragðar þessa með íslenzka hangikjötinu.

200 til 300 g hangikjöt

1/4 ltr rjómi

1/2 dós gulrætur

1/2 dós grænn aspas (toppar)

1 bolli grænar baunir

1 1/2 tsk lambakraftur

Sósujafnari

Rjóminn, aspasvökvinn, gulrótarvökvinn og krafturinn hitað saman í potti og suðan látin koma upp. Hangikjötið saxað smátt og skellt í pottinn ásamt aspastoppunum, gulrótunum og baununum og suðan látin aftur koma upp. Hræra vel í pottinum með sleif og setja sósujafnara til að þykkja að vild. Sett í tartalettur og borið fram með mjöði og frostnu brennivíni í staupum.

 


mbl.is Hætt að borða djúpsteikt kremkex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLANDSLJÓÐ 2

Þú sonur kappakyns !
Lít ei svo við með löngun yfir sæinn,
lút ei svo við gamla, fallna bæinn,
byggðu nýjan,
bjartan, hlýjan,
brjóttu tóftir hins.
Líttu út og lát þér segjast, góður,
líttu út, en gleym ei vorri móður.
Níð ei landið,
brjót ei bandið,
boðorð hjarta þíns
.

Höf; Einar Benediktsson.


ÍSLANDSLJÓÐ 1

Þú fólk með eymd í arf !

Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,

litla þjóð,  sem geldur stórra synda,

reistu í verki

viljans merki, -

vilji er allt sem þarf.

Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi.

Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi.

Bókadraumum,

böguglaumum

breytt í vöku og starf.

Höf; Einar Benediktsson.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband