Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Þorskhausar og túllípanar

Bankar og forráðamenn þeirra sem lánuðu peninga og mátu veð á móti í einu tonni af óveiddum þorski til jafns við einbílishús í sjávarþorpi á Íslandi hljóta nú náð fyrir augum stjórnvalda ?

Nei ég efast um að Seðlabanki Íslands hafi ætlað það !

 


mbl.is „Lengt í hengingaról Íslendinga"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur árangur !

Þar höfum við það............

Ég geri ráð fyrir að aflaverðmætið hefði aukist verulega á milli ára ef allur fiskur kæmi að landi en stór hluti af þorskinum færi ekki aftur dauður í sjóinn.

En þar sem við Íslendingar erum svo ríkir og höfum efni á að halda úti illræmdasta kvótakerfi í heimi, þá hlýtur þessi sóun að vera gott mál fyrir land og þjóð !

Ísland þúsund ár !

Við útfærslu landhelginnar í 4. sjómílur árið 1952 flutti Ólafur Thors atvinnumálaráðherra ávarp til íslenzku þjóðarinnar og sagði m.a.:

Engin íslenzk ríkistjórn er í samræmi við íslenzkan þjóðarvilja og þjóðarhagsmuni nema hún geri ráðstafanir til að vernda íslenzk fiskimið og að þess er enginn kostur að Íslendingar fái lifað menningarlífi í landi sínu nema því aðeins að þær verndunarráðstafanir komi að tilætluðum notum.

Aðgerðir íslenzkra stjórnvalda í þessu máli eru sjálfsvörn smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsi að verja.


mbl.is Mjög dregur úr aflaverðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóum og fjörðum lokað

maría júlía

Þann 15. mai 1952 tók gildi reglugerð sem gefin var út af Ólafi Thors atvinnumálaráðherra, þann 19. mars 1952, um verndun fiskimiða umhverfis Ísland, og sett var samkvæmt landgrunnslögunum frá 1948.

Samkvæmt hinni nýju reglugerð var dregin grunnlína umhverfis landið frá yztu annesjum, eyjum og skerjum og þvert yfir mynni flóa og fjarða, en síðan sjálf markalínan fjórum mílum utar.

Á því svæði voru bannaðar allar botnvörpu og dragnótaveiðar jafnt Íslendingum sem útlendingum, og útlendingum einnig hverskonar aðrar veiðar.

Olafur Thors flutti ávarp til íslenzku þjóðarinnar í útvarpi og sagði m.a.: Engin íslenzk ríkistjórn er í samræmi við íslenzkan þjóðarvilja og þjóðarhagsmuni nema hún geri ráðstafanir til að vernda íslenzk fiskimið og að þess er enginn kostur að Íslendingar fái lifað menningarlífi í landi sínu nema því aðeins að þær verndunarráðstafanir komi að tilætluðum notum.

Aðgerðir íslenzkra stjórnvalda í þessu máli eru sjálfsvörn smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsi að verja.


Dásamlegur léttleiki tilverunnar

Ég óska HB-Granda, LÍÚ og Kaupþingi til hamingju með góðan afla i kolmunna, en þó vill ég senda sérstakar þakkir til ritstjórnar mbl.is, fyrir ljósmyndina sem birtist hér á mbl.is, með viðhengdri frétt.

 

Ég veit satt bezt að segja ekki hvernig á því stendur, en þegar ég sá bolfiskinn innan um kolmunnann á meðfylgjandi mynd, þá komu upp í huga mínum ljóðlínur úr "Einræður starkaðar" eftir Einar Benediktsson.

 

Ég kættist með fáum og mærði menn,

sem múgadómi sig trauðla háðu, -

leiður við einmæli allra senn;

oft átti mitt lof sem sá, er fæstir dáðu.

Ég mat ekki ljóðglapans lága hnjóð,

sem laklega hermdi, hvað aðrir kváðu,

né þrælafylgið við fjöldans slóð

í forgönguspor, sem níðandi tráðu.

 


mbl.is 25 þúsund tonn af kolmunna veidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hásetaverkfalli lýkur

síðutogari 4

Þann 12. mai 1916, lauk verkfalli háseta á botnvörpungum sem staðið hafði yfir í tvær vikur. Þetta var fyrsta verkfallið á Íslandi sem hafði umtalsverð áhrif.

Hásetar höfðu lengi haft fast mánaðarkaup og auk þess alla lifur. Hafði lifrinni verið skipt jafnt milli háseta og yfirmanna utan vélarúms.

Verð á lifur hafði hækkað gífurlega einkum á fyrstu vikum ársins 1916. Þegar kom fram í febrúar fór svo að útgerðarmenn botnvörpunganna neituðu að fallast á eignarrétt sjómanna yfir lifrinni.

Var mikil ólga í Reykjavík meðan á verkfallinu stóð enda hafði aldrei komið til svo stórfeldrar vinnustöðvunar áður. Verkfallsmenn gengu í hópum um götur og urðu allsnörp átök víða á bryggjum og götum bæjarins.

Að endingu lauk hásetaverkfallinu með samningi við útgerðamenn botnvörpunga sem hljóðaði upp á verulega hækkun lifraþóknunar til háseta.


Biskupsdóttir sver fyrir öll mök við karlmenn

hugmynd af ragnheiði brynjólfsdóttur

Í Skálholtskirkju 11. mai 1661, sór 19 ára gömul stúlka, Ragnheiður Brynjólfsdóttir í viðurvist fjölda presta úr Árnesþingi, þess dýran eið, að hún væri hrein og óspjölluð mey af völdum karlmanna.

Eiður Ragnheiðar.

"Til þess legg ég, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, hönd á helga bók og það sver ég við guð almáttugan, að ég er enn nú á þessari stundu svo óspillt mey af öllum karlmanns völdum og holdlegum saurlífsverkum sem þá, er ég fæddist fyrst í þennan heim af minnar móður lífi, svo sannarlega hjálpi mér guð með sinni miskun, sem ég þetta sver, en refsi mér, ef ég lýg".

Ragnheiður fæddi sveinbarn í Bræðratungu laugardaginn 15. febrúar 1662, réttum fjörtíu vikum eftir að hún sór fyrir öll mök við karlmenn.

Ragnheiður Brynjólfsdóttir andaðist 23. mars 1663, eftir erfið og þungbær veikindi.


Konungur heimilar stofnun holdsveikraspítala

Anno 10. mai 1651.

Konungur heimilar að stofna fjóra holdsveikraspítala, á Hörgslandi í Skaftafellssýslu, Klausturhólum í Árnessýslu, á Hallbjarnareyri á Snæfellsnesi og á Möðrufelli í Eyjafirði.

Á Íslandi fer fyrst sögum af spítölum árið 1308, er “herra Árni byskup (Helgason) ok herra Haukr lögmaður (Erlendsson) séttu lærðra manna spital i Gaulveria bæ i Floa”.

Síðar er greint frá spítölum miklu víðar og á ýmsum tímum, en líklegt er að spítalar þessir hafi annars vegar verið félagsmála- og próventustofnanir t.d. fyrir uppgjafapresta, en hins vegar til lækningar, einangrunar og aðhlynningar fólks með sjúkdóma á borð við holdsveiki og sárasótt.

Þetta eru því fyrstu lyflækningadeildir á Íslandi. Spítalajarðir gáfu af sér tekjur, en auk þess gat komið til aukahlutur skips úr einum róðri á ári, fuglatekja, hlutur af hákarlaveiðum, sérstakur steinbítsafli, arfur, ölmusur, jafnvel sektargjöld!

Stundum var látið í veðri vaka, að spítalahaldarar væru síst vanhaldnir í störfum sínum. Um aðbúnað sjúklinga er það hins vegar skemmst að segja, að spítalarnir voru yfirleitt argvítug óþrifnaðarbæli og kannski fyrst og fremst ætlaðir til að koma í veg fyrir hvimleitt flakk vanheils fólks.


Innsigli Íslands

innsigli ísl anno 1593

Anno 9. mai 1593.

Á Alþingi 1592 var Jóni lögmanni Jónssyni falið að bera upp fyrir ríkisráði, er með völd fór sakir æsku Kristjáns konungs IV, ýmis málefni, þ.á.m. að fá innsigli handa landinu. Innsiglið skyldi vera í vörslu höfuðsmanns og notað í erindum til konungs.

Ríkisráðið varð við þessari beiðni um innsigli og er bréf þess til hirðstjóra um það efni dagsett 9. maí 1593. Segir þar að ríkisráðið hafi orðið við beiðni Íslendinga og látið gera handa þeim innsigli og látið afhenda það hirðstjóranum yfir Íslandi Heinrich Chrag og jafnframt falið honum að varðveita það og sjá um að það verði ekki misnotað.

Innsigli þetta eða innsiglismyndin var jafnframt skjaldarmerki landsins. Megineinkenni þess er hinn krýndi afhöfðaði þorskur. Ártalið 1593 er letrað að hálfu beggja vegna hans. Þetta var hið opinbera innsigli landsins til 1904. Utan um þorskinn sem er áletrunin: SIGILLVM: INSVLÆ: ISLAND eða innsigli eyjunnar Ísland.


Stórhríð á Vestfjörðum

Þann 6. mai 1882, slotaði stórhríð á Vestfjörðum sem staðið hafði í 27 daga. Tveimur vikum síðar byrjaði mikið óveður aftur og stóð fram í miðjan júní.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband