Leita í fréttum mbl.is

Hrćđileg örlög skoskra hvalveiđimanna viđ Ísland 1884

Chieftain frá Dundee nćst á myndinni

Ţessi hörmungarsaga hófst 26. maí 1884 ţá hvalfangarinn Chieftain frá Dundee á Skotlandi var statt á hafinu norđur af Íslandi og fjórir bátar međ fimm mönnum hver lögđu frá skipinu í hvalaleit.  

Um miđjan dag sló yfir mikilli ţoku og villtust bátarnir hver frá öđrum og tíndu skipinu. Hvorki matur né vatn var um borđ í bátunum og ţjáđust skipsverjar fljótt af hungri, vosbúđ og kulda ţar sem frost var nokkuđ nćstu dćgur.  

skoskir hvalfangarar 2

Ţorsta gátu ţeir slökkt lítiđ eitt međ klakastykkjum, sem mynduđust á bátunum, en engan vegin til hlítar.  Á fimmta degi, ţá einn bátanna hafđi flćkst fram og aftur um hafflötinn, lést einn skipverji og var líki hans kastađ fyrir borđ.  

Skömmu síđar dó annar og voru ţá ţeir ţrír sem eftir lifđu ornir svo trylltir og ađframkomnir af hungri ađ ţeir lögđu sér lík mansins til munns.  Svo dó hinn ţriđji og nokkru síđar hinn fjórđi.

Lifđi ţá hinn fimmti í nokkra dag á líkum félaga sinna eđa ţar til hákarlaskipiđ Stormur frá Siglunesi fann manninn 11 júní 1884.   

Ađkoma skipverja á Stormi var skelfileg ţar sem mađurinn lá međvitundarlítill og ósjálfbjarga í kjalsogi bátsins innan um beinagrindur og leifar af óétnu mannaholdi.  

stormur frá siglunesi

Mađurinn var fćrđur um borđ í Storm ţar sem skipverjar hjúkruđu honum sem best ţeir gátu og fluttu inn á Siglufjörđ. Ţađan var mađurinn fluttur inn til Akureyrar ţar sem lćknar á herskipinu Díana tóku á móti honum.   

Ađ tveimur dögum liđnum var mađurinn aflimađur á báđum fótum ofan kálfa ţar sem drep var komiđ í limina. Ţorgrímur Ţórđarson, nýútskrifađur lćknaskólakandidat frá Reykjavík ađstođađi herlćknana viđ aflimunina.
HMS Diana

Mađur sá er ţessar ţrautir ţurfti ađ líđa var 26 ára og hét James Mackintos. Hann vildi lítiđ rćđa um ţessa hrakningadaga og lá honum hver sem vill.  

Af hinum bátunum er ţađ ađ frétta ađ einn náđi móđurskipinu heill á húfi, annar náđi landi á Raufarhöfn 2. júní međ fjóra menn alla meira og minna kalda.

Sent var eftir lćkni til Húsavíkur ţar sem mennirnir voru komnir međ skyrbjúg og jafnvel kolbrand. Ţriđja bátinn bar ađ landi viđ Ţistilfjörđ.

thyra

Á honum voru allir fimm mennirnir lifandi og í ţokkalegu ásigkomulagi. Ţeir komust međ norsku flutningaskipi til Seyđisfjarđar og ţađan til meginlandsins međ „Thyra“ 12. júní.   

Af hákarlaskipinu Stormi er ţađ aftur á móti ađ segja ađ hann var smíđađur upp og endurgerđur af Bjarna Einarssyni, skipasmiđi á Akureyri áriđ 1896.  

Haft var fyrir satt ađ skipiđ vćri sem nýtt eftir ţá endurgerđ. Ţađ dugđi skammt ţví ađ skipiđ fórst í sinni fyrstu veiđiferđ eftir endurgerđina, áriđ 1897, og međ ţví ellefu manna áhöfn.

Heimild: Norđanfari 27. júní 1884.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snćbjörnsson

hörmungarsaga ţetta

Jón Snćbjörnsson, 15.3.2010 kl. 16:58

2 Smámynd: Níels A. Ársćlsson.

Já Jón ţetta er eitt ţađ ljótasta sem mađur hefur lesiđ um í ţessum efnu.

Níels A. Ársćlsson., 15.3.2010 kl. 18:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband