Leita í fréttum mbl.is

Allan fisk á markað og aðskilnað veiða og vinnslu

3_women_beach

Það hlýtur að vera krafa allra hugsandi manna á Íslandi í dag að allur fiskur verði seldur á innlendum fiskmörkuðum.

Það er ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld en að setja strax löggjöf um þetta og aðskilja í leiðinni í sömu lagasetningu veiðar og vinnslu.

Einnig er þjóðhaglega mjög nauðsynlegt að setja frystitogaranna út fyrir 300 faðma dýpislínu.

Ef sjávarþorpin og fiskmarkaðinir eiga að lifa þá verður að bregðast við þessu ekki seinna en strax !


mbl.is Vilja auknar aflaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Jæja Nilli minn.

Þar kom að því! Loksins erum við sammála. Allan fisk á markað og allir fá að bjóða í, líka tjallarnir.

Aðskilnaður veiða og vinnslu er flóknara mál, líklega ekki þingmeirihluti fyrir því en það kemur með tímanum ef allur fiskur fer á markað.

En inntakið í fréttinni er rétt það þarf að auka aflaheimildir og það strax, nægur er fiskurinn.

Valmundur Valmundsson, 12.3.2010 kl. 15:02

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Valmundur.

Nei við erum sammála í flestum atriðum, bara smá munur á aðferðafræði.

Varðandi aðskilnað veiða og vinnslu þá þurfum við ekki að fara nema til Færeyja og Danmerkur til að sjá fyrirmyndinar.

Allir við sama borð í þessum efnum, ríkjandi fyrirkomulag er ofbeldi og kúgun.

Níels A. Ársælsson., 12.3.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband