Leita í fréttum mbl.is

Matargerđ í Stapadal viđ Arnarfjörđ

sigríđur

Sigríđur Júlíana Kristjánsdóttir var fćdd í Stapadal í Arnarfirđi 16. febrúar 1876, dóttir Kristjáns hreppstjóra Krístjánssonar Guđmundssonar frá Borg og konu hans, Símoníu Pálsdóttur, Símonarsonar frá Dynjanda í Arnarfirđi. Hún lést 16. mars 1943.

Tćplega tvítug ađ aldri, í desember 1895, gekk Sigríđur ađ eiga Bjarna Asgeirsson frá Álftamýri, Jónssonar prests Ásgeirssonar sem sagđur var atgjörfismađur og mikill ásýndum.

Settust ţau Sigríđur ađ í Stapadal og bjuggu ţar í 6 ár, en fluttust ţá ađ Hokinsdal í Arnarfirđi, og bjuggu ţar árin 1902 til 1906, fluttust ţau ţá aftur ađ Stapadal og bjuggu ţar óslitiđ síđan ţar til Bjarni lézt haustiđ 1935. Ţau hjónin eignuđust 15 börn.

Fluttist Sigríđur til Ísafjarđar eftir lát Bjarna, ásamt nokkrum börnum sínum og átti ţar heimili síđan. Eru ţetta fjölmennar ćttir, og margt dugnađarfólk komiđ ţađan.

Kristján í Stapadal var dugandi atgerfismađur til sjós og lands, — hraustmenni ađ burđum, svo taliđ var ađ fáir kćmust ţar til jafns viđ hann. Vel viti borinn og upplýstur ađ ţeirra tíđar hćtti.

Sigriđur var snemma vel gefin og námfús bćđi til munns og handa. Hún var tíguleg og bauđ jafnan af sér hinn viđfelldnasta ţokka hinnar háttprúđu og gjörvilegu konu. Hún var ágćtlega verki farin, svo ađ segja mátti, ađ öll verk léku í höndum hennar.

Varđveist hafa tvćr mataruppskriftir eftir Sigríđi J. Kristjánsdóttur í tímaritinu 19. júní frá ţví 1928 og birtast ţćr hérna neđanmáls orđrétt eftir hennar forskrift.

Sýrugrautur:

1. lítri drykkjarsýra, 2 I. vatn, 1 stöng kanel, sykur eftir bragđí, kartöflumjöl svo mikiđ, ađ grauturinn verđi hćfilega ţykkur. Ţegar síđur er frođan tekin ofan af og kartöflumjöliđ Iátiđ í. Ţessi grautur er hollur og Ijúffengur og borđast kaldur međ mjólk og sykri. Til ţess ađ grauturinn verđi litarfallegri má láta í hann nokkra dropa af súpulit eđa eggjalit, ef vill.

Mysugrautur:

3. lítrar ný mysa, 1 stöng kanel, 2 — 3 matsk., sykur, kartöflumjöl. Ţví lengur, sem mysan er sođin, ţess minna ţarf af sykur og ţess bragđbetri verđur grauturinn, en ţađ má líka láta mjöliđ í strax og síđur. Ţennan graut á helzt ađ borđa volgan međ mjólk og sykri. Líka má búa til súpu úr sama efni og borđa međ tvíbökum eđa öđru brauđi, en hafa ţá minna af kartöflumjöli.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband