Leita í fréttum mbl.is

Algjör uppstokkun á kvótakerfinu

Forsendan fyrir sátt um stjórn fiskveiða er algjör uppstokkun á kvótakerfinu. Alþingi komi saman í sumar eftir að ný ríkistjórn hefur verið mynduð og setji breytt lög um stjórn fiskveiða sem grundvallast á nýtingarrétti sjávarbyggðana. Lögin taki gildi 1. september 2007.
mbl.is Meirihluti telur frumvarp um þjóðareign hafa dregið úr trausti á stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Byggðirnar seldu kvótann.  Það væri fáránlegt að gefa þeim hann aftur til baka.  Er þá pælingin sú að leyfa þeim að selja hann aftur eftir nokkur ár og gefa þeim hann þá enn aftur til baka nokkrum árum eftir það.

Nei, við erum í sjávarútvegi til þess að hafa af því tekjur á eins hagkvæman hátt og hægt er.  Sá sem kaupir kvóta trúir því að hann geti framleitt hagkvæmar en sá sem selur kvótann (annars mundi hinn síðarnefndi ekki selja kvótann).  Þess vegna erum við hætt að þurfa að dæla peningum í styrki til sjávarútvegs eins og við þurftum áður en kvótakerfið kom.

Þetta er auðvitað ekki fullkomið kerfi frekar en önnur en það þurfti að hagræða í sjávarútvegi, allir vissu að það yrði sársaukafullt þannig að spurningin var hvort það ætti að láta stjórnmálamennina sjá um það eða markaðinn.  Markaðurinn varð fyrir valinu og það tókst.

Byggðirnar sem hafa selt frá sér allan kvótann verða að finna sér eitthvað annað að gera. Það er að sjálfsögðu ekki auðvelt en óumflýjanlegt engu að síður.  Hvað gera byggðir víðs vegar um heiminn sem ekki eiga land að sjó?  Það eru til fjölmargar leiðir en fólkið verður að finna þær og framkvæma sjálft vilji það búa á þessum stöðum annað borð.  Æskilegt væri að það hefði eitthvað með menntun að gera svo unga fólkið sæi sér fært að koma aftur til baka eftir að þær menntar sig. 

Þetta er hins vegar stórmál og mjög erfitt og sársaukafullt.  Það breytir því hins vegar ekki að það þarf að eiga sér stað.  Byggðirnar þurfa að finna sér annað lífsviðurværi en fiskinn ætli þær að eiga framtíð.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 30.3.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Byggðirnar hafa aldrei selt neinn kvóta því þær fengu aldrei neinn kvóta. Það voru útgerðamenn sem fengu kvótann og seldu hann. Úthlutun aflaheimilda til útvaldra ár hvert er ríkisstyrkur og hefur hann dekkað margfallt sem þú kallar ríkisstyrki úr fortíðinni.

Níels A. Ársælsson., 30.3.2007 kl. 22:25

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sigurður Viktor Úlfarsson. Ef þú vilt ræða þetta þá skaltu opna á bloggið þitt. Það er læst nema fyrir sumum.

Níels A. Ársælsson., 30.3.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband