Leita í fréttum mbl.is

Raforkubú Flateyjar

rafstöð í flateyÍbúar Flateyjar á Breiðafirði verða seint sakaðir af umhverfissinnum um að hafa gengið freklega á náttúruauðlindir eyjanna við að afla sér raforku.

Styrmir sonur minn tók þessa mynd sl, sunnudag af raforkuveri Flateyjar sem rekið er af miklum myndarbrag af Orkubúi Vestfjarða, sumir segja "Okurbúi Vestfjarða".

En jæja, dæmi hver fyrir sig og njótið myndarinnar og umhverfisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Það er eitthvað yfirnáttúrulega rómantískt við þessa mynd...

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já, finnst þér ekki.

Níels A. Ársælsson., 27.6.2007 kl. 17:02

3 identicon

Flott mynd, mig langar á svæðið.

Ragga (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 17:58

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Flatey er ein auðugasta náttúruperla landsins, en aðkoman í eyjunni er skelfileg. Niðurnýddar byggingar og fúin trébryggja sem er að hruni komin.

Níels A. Ársælsson., 27.6.2007 kl. 18:01

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Það er hinsvegar önnur Flatey sem er algjörlega minn uppáhaldsstaður. Flatey á Skjálfanda

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2007 kl. 22:10

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Eina sem ég veit um Flatey á Skjálfanda er það sem ég las í endurminningum Theodórs Friðrikssonar "Í verum" Er bryggjan enn uppistandandi  þar og eitthvað af íbúðarhúsum ?

Níels A. Ársælsson., 27.6.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já já já... ég var þar síðast í fyrrasumar og á fullt af flottum myndum. Fer aftur fljótlega og verð þá í húsi sem er verið að gera upp... Það er fólk sem hefur þarna 'sumarsetu' og hagar sér á mjög frumstæðan hátt... Enda ekkert rafmagn á eynni! Þetta er fallegasti staður á jarðríki ég er að segja þér það... En það er harðbannað að auglýsa hann. íbúar berjast með harðri hendi gegn öllum túrisma svo þetta er og á að vera best varðveittasta leyndarmálið... (sem ég er sumsé búin að skúbba)

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2007 kl. 23:29

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég segi ekki neinum. En það er ánægjulegt að vita af þessu. Ég hef oft verið að undra mig á að aldrei koma myndir né nokkur skapaðan hlutur frá þessari eyju.

Níels A. Ársælsson., 27.6.2007 kl. 23:36

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nilli hérna á þessari síðu finnur þú myndir frá Flatey á Skjálfanda.
          http://www.gentlegiants.is/

Svo er bara að njóta. Það er æðislegt að koma þarna Aðalheiður ég er mjög oft á veiðum þarna rétt 
norðan við eyjuna og síðan kíki ég stundum í land til að hvíla mig.

Hallgrímur Guðmundsson, 28.6.2007 kl. 00:02

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hvernig fer maður að því að láta þessa línka virka??????????????????????????

Hallgrímur Guðmundsson, 28.6.2007 kl. 00:06

11 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

http://www.simnet.is/flatey/ Þessi linkur er betri að mínu mati... æðislegar myndir. Húsið sem ég á athvarf í heitir miðgarður og er heimili forfeðrana. Á myndirnar eru þó teknar áður en endurbætur hófust (held ég)

Aðalheiður Ámundadóttir, 28.6.2007 kl. 00:21

12 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Sjáið þið bara fjallasýnina á forsíðumyndinni... ég fæ bara heimþrá þegar ég sé kinnafjöllin

Aðalheiður Ámundadóttir, 28.6.2007 kl. 00:23

13 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Búinn að skoða þetta allt. Glæsilegt umhverfi og mikil saga á bak við þetta allt.

Þegar ég horfi á þetta og eins Flatey á Breyðafirði get ég ekki varist þeirri hugsun að Tálknafirði og álíka sjávarþorpum bíði svipuð örlög.

Níels A. Ársælsson., 28.6.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband