Leita í fréttum mbl.is

Verða greiddar bætur til íslenzkra leiguþræla ?

klippur

"Ég hélt satt að segja að með því að berjast fyrir því að fá yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu væri vandinn leystur".

"En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vandinn hafa aukist", sagði Guðmundur Kjærnested, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við Ægi, tímariti um sjávarútvegsmál í október 2002".

„Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar", segir Guðmundur og vísar til þess að hann sé síður en svo sáttur við núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi".

"Hann telur að kerfið hafi orðið til þess að aflaheimildirnar hafi færst á hendur nokkurra útgerða og litlu sjávarplássin standi eftir meira og minna kvótalaus.„Mér sýnist að það hljóti að vera eitthvað mikið að".


mbl.is Fá bætur vegna þorskastríðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það efast ég stórlega um Nilli.  Fyrst ég er kominn á síðuna þína ætla ég að segja þér litla sögu.  Ég stunda háskólanám og eins og gengur á að skila BS-ritgerð, ekki er nú alveg komið að þessu hjá mér en samt sem áður er ég búinn að ákveða að taka fyrir kvótann og sagði einum prófessornum þessa ákvörðun mína, honum leist ágætlega á en bætti síðan við:  "En ef þú vilt fá vinnu eftir þetta nám skaltu velja þér eitthvað annað efni".

Jóhann Elíasson, 8.12.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Jóhann.

Já það var þá en nú eru breytingar í vændum.

Þetta er allt hrunið í höndunum á þeim svo þér er alveg óhætt að halda áfram á sömu braut.

Níels A. Ársælsson., 8.12.2009 kl. 09:47

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var nú bara nú í haust talað er um einhverjar breytingar en það er ekkert í "kortunum" að gerðar verði nokkrar breytingar, sem máli skipta, einungs einhver "bútasaumur sem er ekki líklegt að verði til neinna bóta.

Jóhann Elíasson, 8.12.2009 kl. 09:52

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jóhann.

1. Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um stórfeldar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

2. Efnahagshrun Íslands og þar með talin nánast öll sjávarútvegsfyrirtæki landsins vegna yfirskuldsetninga.

Þetta mun allt koma í ljós á næstu vikum en eins og þú hefur tekið eftir þá er varla farið að hreyfa við þessu liði sem ber stærstu ábyrgðina á því hvernig fór.

Ég held þú hafir sennilega hlustað á Styrmi fyrrum ritstjóra Moggans í Silfri Egils þar sem hann lýsti því vel hvert var upphafið og aðal orsakavaldurinn af hruni landsins.

Níels A. Ársælsson., 8.12.2009 kl. 10:03

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gott að þú er  bjartsýnn Nilli, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.  Ég missti nú af "Silfrinu" var að lesa fyrir próf svo ekki hef ég mikið mengast af Styrmi eða hans skoðunum.

Jóhann Elíasson, 8.12.2009 kl. 10:33

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Vonum það Jóhann.

Gangi þér allt í haginn.

Níels A. Ársælsson., 8.12.2009 kl. 10:36

7 Smámynd: Jens Guðmundur Jensson

Níels, þú ert grúskari.

Innan við viku eða rúmri viku eftir jarðarför Guðmundar. Birtist pínulítil grein í Morgunblaðinu þar sem haft var eftir Árna Mathiesen, nauðsyn þess að tryggja með stjórnarskrárbreytingu, eignarrétt kvótaeigenda á sjávarútvegsauðlindinni. Þetta var eins dálka smápistill. En það eru alltaf litlu pistlarnir sem undirbúa jarðveginn og kanna viðbrögð. Það var eins og það væri beðið eftir að koma honum í gröfina. Var í Noregi á þessum tima og fékk klígju þegar ég las þetta. Minnir meira að segja að síðustu minningargreinarnar um Guðmund heitinn hafi ennþá verið að birtast.

Jens Guðmundur Jensson, 8.12.2009 kl. 18:37

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það var Árna Mathísen (þessi pappakassi getur ekki skrifað sig Matthíasson eins og venjulegt fólk) líkt, að sóða ,,smáfrétt" um nauðsyn eigarréttar kvótaeigenda á fiskinum í sjónum innan um minnigargreinar um Guðmund Kærnested.

Það er ekki að furða þó landið sé gjaldþrota eftir Árna og samflokksmenn hans.

Jóhannes Ragnarsson, 8.12.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband