Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Spilavíti mannréttindastofu LÍÚ hrunið ?

kaupþingglitnir
Viðskipti með varanlegar aflaheimildir hafa meira og minna legið niðri síðastliðna níu mánuði og bendir fátt til þess að líf sé að færast yfir markaðinn að nýju, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Eins og á öðrum eignamörkuðum má rekja frostið á kvótamarkaðinum til lánsfjárkreppunnar og hratt hækkandi fjármagnskostnaðar, en fleira kemur þó til en dýrari lánsfé og skert aðgengi að lánsfé.
liu
Olíuverð hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum en olíukostnaður er stór kostnaðarliður í rekstri útgerðafyrirtækja.
Árið 2004 kostaði tunna af skipaolíu í kringum 350 dollara en í dag er hún verðlögð á 1.230 dollara og hefur verðið því nær fjórfaldast á tímabilinu. 
SamherjiÞessi hækkun tekur til sín æ stærri hluta af tekjum útgerðanna; fyrir fjórum árum fór að jafnaði 8% af tekjunum í olíukostnað en nú er þetta hlutfall komið upp í 20%. Svo mikil kostnaðarhækkun kemur sömuleiðis hart niður væntingum um framtíðarafkomu greinarinnar sem svo aftur endurspeglast í lægra kvótaverði.

 

Afurðarverð erlendis hefur verið einstaklega gott undanfarin misseri og vegið þungt á móti niðurskurði þorskaflaheimilda. Síðustu vikur hefur hins vegar hægt á hækkunum og þær staðið í stað og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins ríkir mikil óvissa um verðþróunina erlendis og slík óvissa er til þess fallin að valda enn frekari þrýstingi á kvótaverð til lækkunar.

Heimild; skip.is


Stærsta dýr jarðar

Steypireyðin er skíðishvalur, dökkgrá eða blágrá á lit. Hún getur orðið allt að, 25-33 m á lengd og 110-190 tonn að þyngd. Kýrin er heldur stærri en tarfurinn. Hún er farhvalur.

Á sumrin heldur hún sig á norðurslóðum, en á veturna heldur hún til suðlægari slóða. Aðalfæðan er krabbasvifdýr, áta. Steypireyðurin þarf að eta um 4000 kg á dag, en það er þó aðeins yfir sumartímann, því yfir veturinn etur hún lítið.

Hljóðið sem steypireyðurin gefur frá sér liggur fyrir neðan heyrnarmörk okkar, en hljóðið getur ferðast þúsundir mílna neðansjávar.

Steypireyðurin var alfriðuð fyrir veiðum árið 1960. Hún er stærsta dýr jarðarinnar.

Heimild; hvalavefurinn.


mbl.is Steypireyðar á Skjálfanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti geirfuglinn

tveir síðustu geirfuglarnirÞann 3. júní 1844, voru tveir síðustu geirfuglanir í heiminum drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi.

Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins.

Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Lengst lifði geirfuglinn af við Ísland, en eins og áður segir voru síðustu tveir geirfuglarnir voru drepnir í Eldey.

Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna.

Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar. Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands.


Skömmtun á gúmmístígvélum, lok þorskastríða og hátíðaræða sjávarútvegsráðherra

Þann 1. júní 1943, fyrirskipuðu íslenzk stjórnvöld skömmtun á gúmmístígvélum, númer sjö og stærri. Ástæðan var sögð mikill skortur á gúmmíi í heiminum.

Þann 1. júní 1976, lauk formlega síðasta þorskastríðinu með undirritun samninga við Breta þar sem þeir viðurkendu fiskveiðilögsögu Íslands, en hún var færð út í 200 sjómílur þann 15. október 1975. 

Þann 1. júní 2008, flutti sjávarútvegsráðherra hátíðaræðu sjómannadags í Reykjavík og var henni útgvarpað á Rás 1, hjá RUV. Ég hlustaði á ræðu ráðherra og fannst hún góð !

Þið sem haldið að ég hafi dottið á höfuðið megið alveg halda það !


mbl.is Ekki forsendur til að greiða skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband