Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hroðalegar staðreyndir og vonleysi !

vonleysiÁrangursleysi kvótakerfisins kemur æ betur í ljós.

Eins og viðhengd frétt ber með sér sést hverslags villigötum íslenzkur sjávarútvegur er á.

13,5% samdráttur á milli ára í verðmæti sjávarafla táknar í raun 43,5% samdrátt miðað við stöðu krónunar.

Og nú berast fréttir allstaðar að landinu um að álíka miklu af þorski sé kastað í sjóinn og svindlað fram hjá og opinberar vigtartölur segja til um.

 

 


mbl.is Aflaverðmæti dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þilfarsskip Vestfirðinga

seglskútaÁrið 1813 voru þilskip á Vesturlandi 13 að tölu, öll eign kaupmanna. En 1847 hafði þeim fjölgað mjög og voru þau orðin 36 að tölu; áttu kaupmenn 23, en bændur 13. skip.

Skip þessi voru gerð út bæði til hákarlaveiða og þorskveiða með handfæri. Fáein af skipum þeim, sem kaupmenn áttu, fóru til Danmerkur á haustin með varning og komu aftur á vorin, en flestöll voru á vetrum hér á landi, sum dregin á þurt, sum látin standa í hrófum.

 

Nálega helmingur þessara skipa var smíðaður hér á landi, sex í Stykkishólmi og Hrappsey, þrjú í Flatey, þrjú í Ólafsvík, tvö í Önundarfirði, tvö á Ströndum og eitt á Búðum.

Reisupassi Sölva Helgasonar

Þann 13. júní 1846, var Sölvi Helgason (Sólon Íslandus, f. 1820, d. 1895), alþýðulistamaður og landsþekktur flakkari, dæmdur í hæstarétti til að sæta 27 vandarhagga refsingu fyrir flakk og svik.

Reisupassi

Sýslumaðurinn yfir Norðurmúlasýslu gjörir vitanlegt: að herra silfur- og gullsmíður, málari og hárskerari m.m. Sölvi Helgason Guðmundsen, óskar í dag af mér reisupassa frá Norðurmúlasýslu yfir austur- og suður- og norðurfjórðunga Íslands, til ýmislegra þarflegra erinda.

Meðfram öðrum hans erindum, ætlar hann að setja sig niður í einhverri sýslu á þessari ferð sem annar handverksmaður, hver að er þó flestum handverksmönnum meiri, og betur að sér til sálar og líkama: og er hann fyrir laungu búinn að gjöra að sig nafnfrægan í norður- og austurfjórðungum landsins með sínum framúrskarandi gáfum á flestum smíðum, og á alla málma, klæði og tré; líka fyrir uppáfinningar og ýmsar fróölegar og hugvitsfullar kúnstir, en þó mest fyrir iðni, kapp, minni, ástundan, sálarflug, skapandi ímyndunarafl og kraft, bæði smekk, tilfinning og fegurð í öllum bókmenntum og vísindagreinum, líka svo fyrir karlmennsku, krapta og glímur, fjör og fimleika, gang og hörku, sund og handahlaup.

Með sundinu hefur hann bjargað, að öllu samanlögðu, 18 manns, er fallið hafa í ár, vötn (ströng og lygn) og sjó. Á handahlaupum hefir hann verið reyndur við færustu hesta, bæði nyrðra og eystra, og hefir hann (að frásögn annarra en hans sjálfs) borið lángt af.

Margar eru hans íþróttir, fleiri og meiri, þó ekki sé hér upptaldar, og mætti þó tilnefna nokkrar, sem hann skarar fram úr öðrum í, sem eru: allar listir hér að ofan töldu, einnig frábær ráðvendni og stilling, góðmennska og lítillæti, hógværð og hreinskilni, greiði og gjafmildi og fl. Fyrir þessar dyggðir og listir, sem hann er útbúinn með, og sem hann sýnir jafnt öllum, af öllum stéttum, þá er hann elskaður af hverjum manni, í hverri röð sem er, sem verðugt er.

Þessi passi gildir frá 1. ágústmánaðar 1843 til þess 30. júníusmánaðar 1844, handa herra gullsmið, málara og hárskerara S. H. Guðmundsen, sem reisupassi, en að öllu sem fullkominn sýslupassi, ef hann setur sig niður í einhverri sýslu, eins og hér er getið um að framan.

Þessi passi gildir fyrir herra Guðmundsen héðan frá Norðurmúlasýslu yfir allan þann part landsins, sem hér er að framan skrifaðaur (þótt enginn embættismaður teikni á hann) heim til Norðurmúlasýslu aptur, ef hann setur sig ekki niður í einhverri sýslu á ferðinni, eins og hans áform er, sem fyr er sagt hér að framan.

Þessi passi gjörist gildandi fyrir herra silfur- og gullsmið, málara og hárskerara Sölva Helgason Guðmundsen, til að fara svo hart og hægt um landið, sem honum þóknast, á þessu tímabili, sem hér er fyr frásagt í passanum, því hann er í þeim erindum, er hann verður að hafa hæga ferð, en það er við náttúrufræði, að skoða grös og steina, málma og svo frv.

En að vetrinum ætlar hann að skoða, hvernig veður haga sér til í hverju héraði á þeim parti landsins, sem hann fer um (eða reisir um), og þarf hann að halda miklar skriptir á öllum þessum tíma, bæði dagbækur, veðrabækur og lýsingabælur af ýmsum pörtum landsins, líka teikningar af ýmsum hlutum, s.s. fossum, hverum, fjöllum, jöklum, elfum, ám, brunahraunum, gjám, stöðum, fjörðum, eyjum, draungum, standbjörgum, eyðisöndum, öræfum, skógum, dölum, giljum, grafningum, byggðum, bæjum, fiskiverum, höndlunarstöðum, byggðalögum, búnaðarháttum og svo mörgu og mörgu fleira, sem ekki verður hér upptalið, sem hann ætlar að skoða og sjá og um að skrifa og sumt upp að teikna, allt á sinn kostnað m.fl.

Það er mín ósk og þénustusamleg tilmæli til allra, sem margnefndan herra gullsmið m.m. S. H. Guðmundssen fyrir hitta, að þér látið hann passéra frítt, og liðsinnið, hjálip og lánið honum það sem hann meðþurfa kann til ferðarinnar, því það er óhætt fyrir hvern mann, að hjálpa honum og lána, ef hann þess með þurfa kann, þótt hann fjarlægist þann, er kynni lána honum peninga og annað sem hann kynni meðþurfa, sjá hans vitnisburður hér að framan.

Passinn þessi gildir, þó ekki sé um það getið hér að framan í passanum, yfir allan Vestfirðingafjórðung, ef herra Guðmundsen á þangað erindi, eða vill þar eitthvað skoða, viðkomandi náttúrufræðinni, eða ef hann vill þar setja sig niður sem handverksmaður í einhverri sýslu þar.

Samt gildir ekki þessi passi, hvorki þar né í hinum fjórðungum landsins um lengra tímabil, en hér er getið um að framan, nefnilega frá 1. ágústusmánaðar 1843 til þess 30. júníusmánaðar 1844 sem reisupassi, en að öllu sem sýslupassi, hvar sem hann setur sig niður í hverjum fjórðungi landsins, og þarf hann ekki sýslupassa héðan frá Norðurmúlasýslu, annan en þenna.

Norðurmúlasýslu skrifstofu 1sta águstusm. 1843.
F.Ch. Valsnöe
(l.s)

Heimild: Ný félagsrit 1849 bls. 153 - Hæstaréttardómar - Sölvi var dæmdur fyrir skjalafals, að hafa sjálfur skrifað reisupassann og falsað undir nafn sýslumanns.)


Hve skal lengi dorga, drengir, dáðlaus upp við land ?

Þú býr við lagarband, -

bjargarlaus við frægu fiskisviðin,

fangasmár, þótt komist verði á miðin,

en gefur eigi

á góðum degi,

gjálpi sær við land.

Vissirðu, hvað frakkinn fékk til hlutar ?

Fleytan er of smá, sá guli er utar.

Hve skal lengi

dorga, drengir,

dáðlaus upp við land ?

 

Höf; Einar Benediktsson.


mbl.is ,,Þær eru þar sem maturinn er”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskabarn íslenzku þjóðarinnar

eimskipafélag íslands

Laugardaginn 17. janúar 1914, var stofnfundur Eimskipafélags Íslands settur í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Hafði bráðabirgðastjórn undirbúið allt sem vandlegast og gengið frá frumvarpi til laga fyrir félagið.

Stofnfundurinn varð mönnum að óvörum svo fjölmennur, að flytja varð fundarstaðinn úr Iðnó í Fríkirkjuna. Fundurinn samþykkti einróma svofelda tillögu: Ákveðið er að stofna hlutafélag, er nefnist Eimskipafélag Íslands.

Á framhaldsfundi, sem haldinn var í Fríkirkjunni 22. janúar sama ár, voru lög samþykkt fyrir hið nýja félag og stjórn þess kosin.

Þessir hlutu kosningu af hluthöfunum á Íslandi: Sveinn Björnsson, Ólafur Johnson, Eggert Claessen, Garðar Gíslason, Jón Björnsson.

Þessir hlutu kosningu af hluthöfum meðal Vestur-Íslendinga: Jón Gunnarsson, Halldór Daníelsson. Jón Björnsson kaupmaður vék skömmu síðar úr sæti í stjórn félagsins fyrir Olgeiri Friðgeirssyni, sem var tilnefndur af landstjórninni, eftir að landsjóður hafði gerst hluthafi í félaginu.

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Félagsstjórninni veitist heimild til að láta byggja tvö skip til millilandaferða.

Svohljóðandi tillaga var einnig samþykkt: Félagsstjórninni veitist heimild til þess að láta byggja eða kaupa tvö strandferðaskip, ef þeir samningar verða, að landssjóður gerist hluthafi í félaginu með 400 þús. kr.

Þann 6. febrúar sama ár, skipti hin nýkjörna stjórn Eimskipafélags Íslands með sér verkum: Formaður var Sveinn Björnsson, varaformaður Halldór Daníelsson, ritari Ólafur Johnson og gjaldkeri Eggert Claessen. Framkvæmdastjóri félagsins var ráðinn Emil Nielsen, áður skipstjóri á Sterling.

 


mbl.is Eimskip lækkar um 10,47%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bóbi hefur lög að mæla

Nú ætti sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson að nota tækifærið og lappa dálítið upp á ímynd sína og beita landhelgislöggjöfinni og setja á ALGJÖRT bann við notkun FLOTTROLLS í landhelgi Íslands.

Flottrollsveiðar LÍÚ skipa undangengin ár ásamt innbyggðum hvata í aflamarkskerfið til brottkasts og kvótasvindls eru höfuðorsökin fyrir hruni fiskistofna.


mbl.is Fyrsti síldarfarmurinn á Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður maður Karl V. Matthíasson

karl v. matthíassonKarl V. Matthíasson, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, segist hafa viljað sjá í svarbréfi ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að skýrar væri kveðið á um tímasetningar um endurskoðun og uppstokkun núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Af því leyti segist hann vera glaður með bréfið en jafnframt að endurskoðunarvinnan þurfi að hefjast strax.

Núverandi kvótakerfi hefur fengið mikinn áfellisdóm frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að mati Karls og verði ekkert gert muni kerfið ,,einfaldlega molast niður því það ber í sér dauðann." Hann telur brýnt að gerðar verði víðtækar grundvallarbreytingar þar sem að mannréttindi, atvinnufrelsi og sjálfstæði einstaklinga verði ekki brotið. Þá telur Karl nauðsynlegt að sem flestir komi að þeirri vinnu svo hægt verði að koma á víðtækri sátt.

Heimild af; visir.is


Rót vandans liggur í kvótakerfinu

Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart að erfiðlega gangi að selja íslenzkar fiskafurðir.

Kaupendum fiskafurða erlendis er löngu orðið ljóst að á Íslandi er rekið eitt illræmdasta fiskveiðistjórnunarkerfi í allri veröldinni sem tortýmir fiskistofnunum og brýtur mannréttindi mjög gróflega á sjómönnum.

Það er sem betur fer liðin tíð að útlenskir fiskaupmenn láti ljúga því að sér að á Íslandi sé rekin ábyrg fiskveiðistjórnun.

Yfirlýsing sjávarútvegsráðherra í fréttum RÚV í morgun um loðnuveiðar er nýjasta dæmið sem styður framangreindar fullyrðingar.


mbl.is Erfiðara að selja fiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haförn

íslenzkur haförn

Haförn er um 70-90 sm langur og vænghaf hans er 200 -240 sm. Fuglinn vegur um 5 kg. Karfuglar eru mun minni en kvenfuglar.

Haförninn hefur breiða ferhyrnda vængi og stórt höfuð. Fullorðinn örn er brúnn en höfuð og háls er ljósara, stélið er hvítt og goggur og fætur gulir. Á ungum fuglum er stél og goggur dökkt og stélið verður hvítt með svartri rönd þegar fuglinn eldist.

Ernir verða kynþroska 4 til 5 ára gamlir. Ernir parast fyrir lífstíð og þegar annar fuglinn fellur frá þá getur tekið hinn mörg ár að finna nýjan maka. Ernir gera sér stundum hreiður í hrúgu af kvistum í tré eða á klettasyllum.

Hreiður íslenskra arna er stundum mikill birkilaupur en eru oftar hrúga eða dyngja úr þangi, hvanndrjólum og grasi. Hreiðurgerðin er viðaminni ef ernirnir hafa hreiðrað um sig í sjávarhólmum. Sömu hreiðrin eru oftast notuð ár eftir ár.

Ernir verpa einu til þremur eggjum og líða nokkrir dagar á milli eggjanna. Ernir fara að liggja á þegar einu eggi er orpið og álegutíminn er 35 dagar. Ungarnir verða fleygir um 10 vikna gamlir.

Foreldrarnir þurfa að mata ungana fyrstu 5-6 vikurnar en eftir það rífa þeir sjálfir í sig bráðina. Algengast er að aðeins einn ungi komist upp í arnarhreiðri, tveir ungar komast upp í þriðja hverju hreiðri.


mbl.is Mun betri horfur í arnarvarpi en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

43.000 tonn mer torsk

KB þorskur á þurru landi
Torksekvoten neste år blir på 473.000 tonn. I denne saken finner du alle kvoterådene.

Råd for de enkelte artene legges ut løpende

Denne bestanden har god reproduksjonsevne og beskattes bærekraftig, sier ICES.

I beregningene er det lagt til grunn et overfiske på 41.000 tonn i 2007, mot 166 000 tonn i 2005. Høstingsregelen som Norge og Russland har vedtatt er evaluert til å være føre-var, men urapporterte landinger har gitt en betydelig høyere beskatning enn det regelen forutsetter. 

ICES råd for 2009 er et totalt uttak på 473 000 tonn, 43.000 tonn høyere enn vedtatt kvote for 2008.

Heimild; FiskeribladetFiskaren.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband