Leita í fréttum mbl.is

Lilja og Steinunn gefa íbúum Hofsóss sundlaug

Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir ætla að gefa íbúum Hofsóss 25 metra langa sundlaug með tilheyrandi aðstöðu. Frá þessu er greint á forsíðu héraðsfréttablaðsins Feykis sem gefið er út á norðurlandi vestra og kom út í dag.

Lilja og Steinunn skrifuðu undir viljayfirlýsingu þessa efnis með Guðmundi Guðlaugssyni sveitarstjóra í gær. Sveitarfélagið mun sjá um rekstur sundlaugarinnar að verkinu loknu. Verið er að vinna að kostnaðaráætlun, að því loknu verður framkvæmdin boðin út.

Af; visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað heiðurskonur eru þetta sem ætla að gefa íbúum Hofsóss 25 metra sundlaug? Þær hljóta að hafa unnið alveg ógurlega mikið um ævina, þénað vel og verið sparsamar. Eru þetta kanske fiskverkakonur?

Jóhannes Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Vestfirðir

Frábært!

Vestfirðir, 29.3.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband